Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 31

Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 31
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 93 arinnar, sem nefnist jarðnánd (perigeum). Því meiri sem upphaf- legi hringfararhraðinn er, því teygðari verður sporbraut gervi- hnattarins — og því fjarlægari verður jarðfirrðin. Sé byrjunarhrað- inn 11,2 km/sek, nær gervihnötturinn 400.000 km hæð, þ. e. a. s. meiri fjarlægð frá jörðu en tunglið, og gæti rekist á það ef svo bæri undir. Með þessum hraða, 11,2 km/sek, mundi gervihnötturinn segja að fullu skilið við yfirráðasvæði jarðarinnar og skjótast út í stjörnugeiminn eftir lieygbogamyndaðri braut (parabólu). Þá hætt- ir hann líka að vera fylgihnöttur jarðarinnar. Þess vegna er þessi hraði, þ. e. 11,2 km/sek, kallaður annað geimhraðastig. Næsta hraðastig er 16,7 km/sek, en það er viðskilnaðarhraði við endimörk yfirráðasvæðis jarðarinnar í ákveðna stefnu. Þessi hraði gerir hlutum kleift að sigrast á sjálfu aðdráttarafli sól- arinnar og leita út úr sól- kerfinu út á víðerni al- heimsins. Það nefnist þriðja geimhraðastig. Risar þeir, sem við lásum um í bernsku í ævintýrunum, gátu rifið upp tré með rótum og slöngvað björgum, en enginn þeirra var þó svo öflugur, að hann gæti I. mynd. Lögun brautarinnar fer eftir byrjun- slöngvað steini með svo arhraða eldflaugarinnar. mikið sem fyrsta geim- hraðastigi. Allt fram á miðja 20. öld var baron von Munchausen einn um hituna, en eftir 1950 liafa vísindamenn, verkfræðingar og verkamenn breytt kynja- sögu hans í staðreynd. Eins og við höfum þegar minnzt á, þarf eldflaugatækni til að fljúga úr aðdráttarsviði jarðarinnar, en þessi tækni hvílir á hinu svonefnda lögmáli afturkastsins (átak og gagntak). Þegar kúlu er skotið úr byssu, verður öxl skyttunnar fyrir höggi, það er afturkast byssunnar — fallbyssan rennur aftur á bak eftir að skotinu hel'ur HRINGUR VUGUR

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.