Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 37

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 37
NÁTTÚRUFRÆÐÍNGURINN 99 úr sek við bráðabirgða mælingar. Þetta er gert þannig, að opn- unar- og lokunartími ljósmyndavélarinnar sést nákvæmlega á þar til gerðri ræmu. í Moskvu er miðstöð fyrir söfnun og könnun athugana um gervi- hnetti. Og þegar vel aflast, geta kontið yfir hundrað tilkynningar á dag. Menn eru sérstaklega starfsemir á þessu sviði í Kína, Suður- Afríku, Þýzka-alþýðulýðveldinu, Kanada, Frakklandi, Póllandi og japan. Margar athuganir korna einnig frá Bandaríkjunum. Ég á hér ekki við útvarpsathuganir á gervihnöttum og geimflaugum. Slíkar athuganir eru mjög margar, enda eru þær hvorki háðar stund né starfsfólki. Fyrsti gervihnötturinn lýsti ekki rnjög mikið, og þess vegna varð að skoða hann í stjörnukíki. Á hverri athugunarstöð er sægur af litlurn stjörnu- sjónaukum, sem hafa vítt sjónarsvið. í þess konar sjónauka má meira að segja greina gervitungl, ef það er á við stjörnu í 7.-8. stærð- arflokki. Venjulega hefur maður marga sjónauka í röð, til að gera athuganir á dauft lýsandi gervihnetti. Þeim er beint til himna þvert á flugbraut gervi- tunglsins. Þegar það fer yfir sjónarsvið eins sjón- aukans, skrásetur athugun- armaðurinn niðurstöður sínar. Við skulum nú um stund hætta að tala um gervihnetti, en snúa okkur að geimflaugum og hnattsiglingum. Áður er þess getið, að eldtlaugin þarf að ná meiri hraða en 11,2 km/sek til þess að geta sagt skilið við jörðu. 4. mynd. Sjónauki (er stækkar tífalt) til þess að fylgjast með ferðum gervihnatta. Fyrir framan ljósopið er komið fyrir spegli, sem auðveldar athuganirnar.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.