Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1959, Page 4

Náttúrufræðingurinn - 1959, Page 4
66 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN á bak föður sínum, en móðir þeirra breytti ekki út af fyrirætlunum hans og er bræðurnir hófu háskólanám sitt, í Frankfurt an der Oder, 1787, las Wilhelm einkum lögfræði en Alexander verzlunar- og hagfræði. En snemma beygðist krókurinn. Wilhelm tók brátt að sökkva sér niður í málfræði og heimspeki, en hann gerðist síðar heimsfrægur brautryðjandi um samanburðarmálfræði og mikilvirk- ur rithöfundur, samtímis sem hann rækti með prýði hinar æðstu stöður bæði í innan- og utanríkisþjónustunni. Alexander tók að hneigjast æ meir til náttúruvísinda, enda þótt hann hefði einnig rnikið yndi af klassiskum fræðum. 1789 fór hann til háskólans í Göttingen, sem um þær mundir bar hærra en aðra liáskóla Þýzka- lands, einkum í sagnfræði, málfræði og náttúrufræði. í Göttingen las Humboldt, ásamt klassískum fræðum, ýmsar greinar náttúru- fræði, einkum grasafræði og jarðfræði, svo og stærðfræði, en hann var bráðsnjall stærðfræðingur. Þarna kynntist hann manni, sem hafði djúptæk álnif á hann; sá var vísindamaðurinn og rithöfund- urinn Georg Forster. Forster þessi hafði, ásarnt föður sínum, tekið þátt í annarri heimssiglingu James Cooks, 1772—1775, einum ár- angursríkasta könnunarleiðangri 18. aldarinnar, og getið sér frægð fyrir lýsingar sínar af Suðurhafseyjum. Rit Forsters og persónu- leg kynni Humboldts af honum kveiktu öðru fremur löngun hans til að komast í rannsóknarleiðangur til fjarra landa. Haustið 1789 ferðaðist Humboldt með Forster um Rínarlönd og birti að þeirri ferð lokinni fyrstu vísindaritgerð sína. „Mineralogische Beobacht- ungen fiber einige Basalte am Rhein“ — Steinafræðileg rannsókn á blágrýti við Rín. Vorið 1790 fór hann enn með Forster í nokkurra mánaða ferðalag um Frakkland, Belgíu, Flolland og England. í Lundúnum kynntist hann þá Sir Joseph Banks og jók sú kynning enn á löngun hans að komast í rannsóknarleiðangur. Hann las þó enn næsta vetur verzlunar- og hagfræði að ráði móður sinnar, við verzlunarháskólann í Hamborg, en í júní 1791 segir hann skilið við þau fræði og innritar sig í námuháskólann, Bergakademie, í Frei- burg, en þar réði þá lögum og lofum Adam Gottlieb Werner, sem kallaður hefur verið faðir jarðfræðinnar. Werner var aðalforsvari þeirrar stefnu í jarðfræðinni, sem nefnd var neptúnismi, en skoðun neptúnista var að blágrýti væri myndað í vatni og væri því setmynd- un, en ekki gosberg. En ásamt von Humboldt dvaldist við nám í Freiburg kornungur jarðfræðinemi, Leopold von Buch, er síðar

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.