Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1959, Qupperneq 19

Náttúrufræðingurinn - 1959, Qupperneq 19
NÁTTÚ R U F RÆÐ J N G U RIN N 81 Þykkt jarðskorpunnar undir meginlöndunum er víða um 40 km, og er henni gjarna skipt í þrjú lög. Efst er þá setberg, þar fyrir neðan er „granítlagið“, sem svo hefur verið nefnt, en neðst er lag, sem nefnt hefur verið ,,basaltlagið“. Þess ber að gæta, að ekki er vitað úr hvaða bergtegundunr jressi lög eru, en nöfnin gefa til kynna álit þeirra manna, sem fyrstir notuðu þau. Hraði langbylgja er nálægt 6 km/sek í „granítlaginu", en nálægt 6.7 km/sek í „basalt- laginu.“ Undir úthöfunum, þar senr dýpi lrafsins er nreira en 2 knr er jarðskorpan miklu jrynnri, að meðaltali um 5 knr. Þar finirst ekkert „granítlag“, aðeins „basaltlag" og þunnt setlag. Ofangreind- ar upplýsingar lrafa fengizt við athugun á því, lrvernig bylgjur ber- ast frá sprengingum. Bylgjur frá jarðskjálftum er erfiðara að nota, vegna þess að upptök jarðskjálfta eru að jafnaði ekki þekkt með þeirri nákvæmni, sem æskilegt er. Vegna legu landsins, má búast við, að jarðskorpan undir íslandi sé nokkuð frábrugðin því, sem þekkt er annars staðar. Engar rann- sóknir hafa verið gerðar á því, hvernig bylgjur berast frá spreng- ingum hér á landi, en væntanlega verða slíkar mælingar gerðar innan skamms. Mælingar á jarðskjálftum geta gefið nokkrar upp- lýsingar um gerð jarðskorpunnar hér, en þá þarf að ákvarða tíma þeirra jarðskjálftabylgja, sem notaðar eru, með svo mikilli ná- kværnni, að ekki skakki meira en broti úr sekúndu. Sé vitað um upptök jarðskjálfta með nokkurri nákvæmni, má finna mismun á I jarlægð þeirra frá tveimur jarðskjálftastöðvum. Hraði bylgjunnar RK'ÍK JAVÍK KIPKJl.'IIÍ.’AHKi.MJSTOT ÍSt.D*) Upphai jarðskjálfta 6. desember 1958 mælt í Reykjavík og Kirkjubæjarklaustri. Upptök jarðskjálftans voru skammt suðvestur af Grímsey í 290 km fjarlægð frá Klaustri og 300 km fjarlægð frá Reykjavík. P-phases of earthquake on Dec. 6th 1958, epicenter off north coast of Iceland.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.