Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1959, Page 46

Náttúrufræðingurinn - 1959, Page 46
108 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN kuldi 150° C og meira) og gufuhvolfið þar er gerólíkt gufu- hvolfi jarðarinnar (efni þess er aðallega ammoníak og metan). Vafasamt er að geimferðamaður hitti fyrir líf á nokkurri reiki- stjörnu. Sé eitthvert líf þar að finna, hlýtur það annað hvort að vera á Mars eða Venusi. En lífið þar mun vera afar frábrugðið líf- inu á jörðinni. Það hlýtur að vera kynlegt líf. Þetta sýnir að geimferðamaðurinn á ekki margra kosta völ í okk- ar sólkerfi. En livað hann kann að rekast á handan sólkerfisins, þegar hraðinn hefur uáð Jrriðja geimhraðastigi, skal ósagt látið að Jressu sinni. Enda mundi það litla, sem hægt er að segja um málið á þessu stigi, verða talið hugarórar. Sitt af hverju Tunnuber. Vorið 1958 skýrði Halldór Stefánsson, fyrrv. forstjóri, okkur Ingimar Óskarssyni frá einkennilegum, aflöngum krækiberjum, er hann hafði fundið í Kjarradal í Borgarfirði haustið 1941. Hall- dór var í berjaferð, ásamt frti Ásu Jónsdóttur, o. 11. fólki frá Hauka- gili á Hvítársíðu. Var riðið þvert yfir hálsinn, farið yfir Kjarrará og staðnæmzt í brekku litlu utar með ánni. Þarna voru tínd ber af grófgerðu krækilyngi, sem virtist líkt og „loðnara" en venju- legt krækilyng; leyndi meir berjunum, er sátu hálfhulin niður á greinum lyngsins. Frásögn Halldórs varð til J^ess, að við Þorgeir Sveinbjarnarson, sundhallarstjóri, og Guðbrandur Þórmundsson, bóndi í Nýja-Bæ í Borgarfirði, gerðum okkur ferð fram á Kjarra- dal 7. sept. s. 1. sumar. Kjarradalur þykir gott afréttarland og er víða vaxinn grasi og lyngi, enn allmjög blásinn sums staðar. Dálítið birkikjarr vex enn á dalnum, leyfar af fornu skóglendi. Sumir kalla dalinn Kjarardal; það er vænt fé á ,,Kjörinni“ í haust, heyrist stundum sagt. Alllangt innan við Örnólfsdal ganga brattir melbakkar fram að ánni og ligg- ur tæp gata framan í melnum. Þar fyrir innan taka við gras- og lyng- brekkur, og er áin þar greið yfirferðar. Þarna rákumst við félagar á aflöngu krækiberin hér og hvar um brekkurnar, m. a. sums staðar í útjaðri einibrúska. Berin reynd-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.