Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1959, Page 40

Náttúrufræðingurinn - 1959, Page 40
102 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN inn hita í nálega 225—230 km hæð. Það kom í ljós, að vaxandi styrk- leiki sólarljóssins liafði óvænt áhrif á gang gervihnattarins, og sól- in virtist hita upp gufuhvolfið. Að því er viðkemur hemlun þeirri, sem gervitunglin verða fyrir af völdum gufuhvolfsins, kemur í Ijós, að þéttleiki lofttegunda í gufuhvolfinu er sem næst 10~7 g/m3. Það er 5—10 sinnum meira en talið hafði verið áður en gervihnettir komu til sögunnar. Samdráttur jarðarinnar (fráhvarf frá réttri kúlulögun) er reikn- aður eftir liraða aftursóknar skurðlínu gervitunglsbrautarinnar og miðbaugsflatar jarðar. Þetta hlutfall er 1/298,38, en jarðfræðingar höfðu talið það nema 1/298,3, og var það reist á margra ára mæl- ingum (K.rassovskíj). Gervihnettirnir eru síður en svo venjulegir járnklumpar. Þvert á móti. í hverjum einasta þeirra eru mjög nákvæm mælitæki og rannsókna, sem reikna með sjálfvirkum liætti alls konar eðlisfræði- legar stærðir og fyrirbrigði, er verða á vegi hnattarins. Sjálfvirk senditæki í gervitunglinu koma þessari fræðslu til jarðar í dulmáls- skeytum, sem berast um ljósvakann og útvarpsstöðvar á jörðu niðri veita viðtöku. Gervihnettir eru látnir framkvæma ýmiskonar mæl- ingar: Hitamælingar í sjálfum hnettinum og utan lians; hita, æða- slög, öndun og hjartastarfsemi hundsins „Læku“; þéttleika gufu- hvolfsins á braut hnattarins; segulsvið jarðar í ýmissi fjarlægð frá yfirborði hennar; straum hinna smæstu rafmögnuðu efnisagna í geimgeislum eða lausar rafeindir og iónir í stjörnugeimi þeim, sem umlykur jörðina; styrkleika rafsviðs jarðarinnar og fjölda árekstra hnatthylkisins við örsmáa geimsteina (geimagnir — svo- nefnda mikrometeora). Við Spútnik III voru auk þess festir margir sjálfvirkir lokar eða ,,smávængir“ sem gera mögulegt að jafna hit- ann inni í hnettinum. Rafhlöður sjá um að „mata“ mælitækin, að hreyfa lokana og senda út skeytin. Þessar rafhlöður ganga fyrir efnaorku, er þverr smám saman. Á hinn bóginn efu sólarrafvak- arnir, sem eru samsettir úr kísilfótósellum, næstum óþreytandi. En þeir senda því aðeins frá sér straum, að sólin skíni á yfirborð þeirra. Sá ótti manna, að árekstur við geimsteina kynni að eyðileggja þessa „sólarrafvaka", hefur ekki reynzt á rökum reistur. í Spútnik III hafa þessir vakar starfað í meira en misseri. Starf allra þessara tækja hefur skapað skilyrði fyrir margar mjög þýðingarmiklar uppgötvanir, sem nú hafa verið gerðar. Þannig

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.