Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 30

Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 30
92 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN vísindamenn Sovétríkjanna, verkfræðingar og verkamenn, sem báni sigurorð af stéttarbræðrum sínum í öðrum löndum í hinu friðsam- lega kapphlaupi á þessu sviði vísinda og tækni. Árangur okkar er engin tilviljun. Fyrir næstum 80 árum bjó rúss- neski vísindamaðurinn Kibaltsits ii 1 fyrstu gerðina af útblástui's- knúinni geimflaug (geimfari, tundurflugvél), og fyrir röskum 50 árum, þ. e. árið 1903, fór óþekktur eðlisfræðikennari í Kaluga, Tsiolkovski, að vinna að fræðikenningunni um blástursknúin geim- för (tundurflaugar). Tsiolkovski skapaði þessa fræðikenningu, og á henni hvíla allar síðari rannsóknir og tæknilegir útreikningar á þessu sviði. En nú skulum við snúa okkur að því, sem liggur nær. Allir vita, að hlutir, sem kastað er á loít, hrajia aftur til jarðar. En er þetta nú áreiðanlegt? Snúa allir hlutir aftur til jarðar? Himinaflfræðin kennir, að hlutur, sem er hafinn nægilega hátt upp frá yfirborði jarðar, ujjj) fyrir endamörk hins þétta gufuhvolfs og nær hæfilega miklum hraða í lárétta stefnu, muni ekki lramar snúa aftur til jarðar. Við skulum gera ráð i'yrir að við höfum kom- ið einhverjum hlut í 300 km hæð frá jörðu. Við skulum setja hann af stað með 7,7 km/sek hraða. bessi hlutur fer þá að ganga um- liverfis jörðu í 300 km íjarlægð, og fer eftir hringlaga braut. Ef gufuhvolf jarðar truflaði ekki förina, ef engar hömlur væru lagðar á hreyfingu hlutarins, mundi hann snúast um jörðina um alla ei- lífð, verða að eilílum fylgihnetti hennar. Þessi hreyfing krefst engi'- ar vinnu, hún þarfnast ekki neins eldsneytis, lnin verður sjálfvirk eins og hreyfing tunglsins um jörðu eða jarðarinnar umhverfis sól- ina. Þessi fylgihnöttur jarðar brýzt þá undan yfirráðum okkar og fer að lögmálum himintunglanna. Þennan hraða, 7,7 km/sek, eða segjum 8 km/sek, getum við til hægðarauka kallað fyrsta geim- hraðastig. Og þegar við tökum lilut, sem kominn er í 300 km hæð, og auk- um ferðina á honum úr 7,7 km/sek í t. d. 8,2 km/sek, þá fer þessi fylgihnöttur jarðarinnar ekki fengur eftir hringlaga braut, held- ur mundi hann reika umhverfis jörðu eftir sporöskjulagaðri braut (ellipsu), þ. e. a. s. fylgihnötturinn mundi um nokkurt skeið vera að fjarlægjast jörðu, þar til hann væri kominn í mestu fjarlægð sína — að þeim punkti, sem kallast jarðfirrð (apogeum) — þá fer hann aftur að nálgast jörðu og keinst næst henni á þeim stað braut-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.