Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1959, Page 33

Náttúrufræðingurinn - 1959, Page 33
N ÁTTÚ RUFRÆÐINGURINN 95 ara sem það gufuhvolf er, sem hnötturinn fer um, þeim mun leng- ur verður hann við lýði. Þannig hefur t. d. Spútnik III haldizt miklu lengur á flugi en Spútnik II, þó að hæð hans í jarðnándum væri ekki nema örlitlu meiri. Lögun gervihnattarins hefur einnig rnjög mikla þýðingu. Sé hann mikill að ummáli, lækkar liann fyrr. Það er langt síðan burðareldflaug Spútniks III eyddist (það var i byrjun desember 1958), en gervihnötturinn sjálfur heldur ferð sinni áfram umhverfis jörðina. Þegar á að koma gervihnetti á braut, skiptir skotstefnan mjög máli. Sé stefnan í siimu átt og jörðin snýst, þ. e. frá vestri til aust- urs, þá hjálpar snúningur jarðarinnar hnettinum til þess að ná hæfilegum geimhraða, en snúnings-hraði hennar er 0,4 km/sek við miðjarðarbaug. Sé gervihnetti á hinn bóginn skotið í norðlæga eða suðlæga stel'nu, þá auðveldar jarðarsnúningurinn ekki ferð hans á hina fyrirhuguðu braut. En sé skotið frá austri til vesturs vinnur snúningstefna jarðarinnar beinlínis á nróti. Sé gervihnetti skotið á loft í austlæga stefnu, sem myndar hvasst horn við miðbaug, er það miklu auðveldara lieldur en ef hornið við miðbaug er gleiðara. Gervitunglum Bandaríkjamanna var næstum öllurn skotið á loft þannig, að skotstefnan myndaði lrvasst lrorn við miðbaug. Um gervitungl Sovétríkjanna \'ar þessu öðruvísi farið. Braut þeirra var þannig lögð, að auðvelt var að fylgjast með ferðum þeirra í öllum byggðum hlutum jarðarinnar, allt frá nyrztu héröðum Asíu og Ameríku til hinna vísindalegu stöðva á Suðurskautslandinu. Og þar sem burðareldflaugarnar voru þar að auki mjög stórar, gátu menn skoðað þær með berum augum, og þurfti ekki einu sinni venjulegan sjónauka hvað þá stjörnukíki. Milljónir manna í öllum hlutum heims hafa undanfarin misseri skoðað hið stór- fenglega flug gervihnatta Sovétríkjanna. En hvernig stendur á því, að íbúar einhvers lands geta séð gervi- hnöttinn á vissum tímunr þrjú eða fjögur kvöld í röð, en verða lians síðan alls ekki varir á öðrum tímum, hvorki kvirlds né morgna, jafnvel í lreilan mánuð. Gervihnötturinn er ekki sjálllýsandi. Hann sést aðeins jregar sólin skín á hann. Hann sést ekki á lreiðum himni að degi til. Og þegar hnötturinn fer ylir jretta land um hánótt, sést hann heldur ekki, því að Jrá er hann á ferli í skugga jarðarinnar, svo að sólin getur ekki lýst liann upp. Umferðartími gervitungla Sovétríkjanna er 110—100 mínútur. Fyrir kemur, að í fyrra skipt-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.