Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1959, Side 47

Náttúrufræðingurinn - 1959, Side 47
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 109 ust í stærra lagi, meira eða minna aflöng og jafnvel einnig köntótt. Sátu þau öll á þeirri tegund krækilyngs, sem dr. Hagerup hefur gert að sérstakri tegund og kallað er krummalyng (Empetrum herm- afroditum). Er sú tegund norrænni og meiri fjallaplanta en venju- legt krækilyng (£. nigrum). Frú Guðrún í Örnólfsdal sagðist kannast mæta vel við hin aflöngu krækiber; yxi t. d. mikið af þeim við Síðu- múlasel liandan árinnar. Hefðu afi sinn og amma kallað þau „tunnu- ber“ og talið þau stærri og fljóttíndari en önnur krækiber. Tunnu- berin af Kjarradal voru mæld, þegar heim kom. Reyndust stærðar- hlutföll 6 berja þannig: Þvermál Lengd 8.5 mm 9.0 - 8.0 - 7.0 - 8.0 - 8.0 - 10.5 mm 11.0 - 9.5 - 8.5 - 9.2 - 9.5 - Þessar tölur gefa hugmynd um stærð og lögun berjanna. Hið gamla nafn „tunnuber" er og mjög einkennandi (sjá mynd). Tunnuberin munu vera þekkt hér frá fornu fari, þótt ekki sé þeirra getið í grasafræðiritum hérlendis. En vestan liafs munu vera til svipuð afbrigði. í Árbók Ferðafélagsins 1958 segir svo í lýs- ingu á Illagili í Vesturhópi í Húnavatnssýslu: „Austan til í gil- kjaftinum eru tvær hringmyndaðar, djúpar lautir. Lítill gróður er þar, nema krækiberjalyng. Þóttu berin einkennilega löng og stór og römm á bragðið." Þetta er ritað eftir frásögn Hannesar Jóns- sonar frá Þóreyjarnúpi, en hann var smali á Þverá og kom oft í Illa- gil á árunum 1899—1904. Síðan ég gat um tunnuberin á Kjarradal (í Tímanum 23. sept.) hafa borizt fregnir víðar að um slík ber. T. d. segist Jón Pálsson, póstmaður, liafa séð aflöng krækiber í Köldu- kinn á Ásiun í Húnavatnssýslu. Frétzt hefur einnig um Joau úr Vattardal í Barðastrandarsýslu og úr Mývatnssveit og Bárðardal. Frú Guðrún Stefánsdóttir frá Kverná í Grundarfirði á Snæfells- nesi segist vel muna eftir aflöngu krækiberjunum við Kvernár- rana. Bæði á Kverná og í Vattardal voru þessi ber kölluð tunnuber,

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.