Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 34

Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 34
96 N ÁTT Ú R U F RÆ Ð1N G U RIN N ið, sem gervihnötturinn flýgur yfir athugunarstaðinn á þessum 110—100 mínútum, er ennþá of bjart til þess að hann sjáist, og í næsta skipti er nóttin skollin á, svo að hann er þá sveipaður jatðar- skugganum. Svona óhagstæð atliugunarskilyrði geta verið alllang- varandi. Þá er aðeins unnt að skoða gervitunglin í heimsskauta- löndunum, þar sem skammdegið er. Við getum gert okkur í hugarlund, að hreyfing gervitungla sé sem hér segir: Umhverfis jörðina hugsum við okkur risastóran sporbaug, og er næsti staður lians 200—300 km frá jörðu, en sá fjarsti 2000 km. Eftir þessum sporbaug fer gervihnötturinn mcð 8,7 km/sek liraða. Þetta er braut lians. Sporbaugur þessi stendur óhagganlegur í geimnum, en innan í honum snýst jörðin um möndul sinn. Þess vegna fer hver eim asti staður á jörðinni tvisv- ar á sólarhring undir braut gervihnattarins. Að framan höfum við komizt að raun um, að hann er samt sem áður ekki alltaf sýnilegur. En á meðan útvarpssendi- tækin starfa, er hægt að heyra til lians, og ekki að- eins tvisvar heldur oft á dag. En þar eð jörðin er ekki kúla, heldur nokkru flatari við heimsskautin, er staða brautarflatar gervihnattar- ins í geimnum ekki alft- af eins. Brautarflöturinn mjakast hægt og hægt aftur á bak. Þar að auki breytist smám saman sporöskjulögun brautarinnar á brautarfletinum (stefna tengilínu perigeum og apogéum breytist — stórás sporbaugsins milli jarðnándar og jarðfirrðar snýst) og einnig aftur á bak mið- að við hreyfingu gervihnattarins. Hraði beggja þessara breytinga (hreyfinga) er að verulegu leyti háður því, hvar jörðin er flötust

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.