Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 32

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 32
94 N ÁTTÚ R U FRÆÐINGURINN verið lileypt af. Flugeldur skýzt í þá átt, sem afturkast útstreym- andi gastegunda knýr hann. Eldflaug, sem flytur gervihnött í mikla hæð, verður að hafa geysilegt magn af eldsneyti, sem blæs út heit- um gastegundum við brennsluna. Þessar heitu gastegundir ryðjast út um afturenda eldflaugarinnar og þrýsta henni áfrarn með sí- vaxandi hraða. Til þess að senda gervihnött af stað, þarf nokkur þúsund smálestir af eldsneyti. Ásamt aftasta liluta eldflaugarinn- ar verður þetta mörg þúsund smálesta þungi, og það þarf mjög mikla viðbótarorku til þess að knýja allt þetta magn af stað, enda eru flugskeyti nútímans margra þrepa í samræmi við hugmynd Tsíolkovskis. Flver hlutinn um sig losnar aftan úr jafnskjótt og liann er búinn að brenna upp sínu eldsneyti. Samtímis tendrast eldsneytisforðinn i næsta þrepi. Kvikni of snemma í næsta þrepi, þ. e. áður en það, sem er fyrir aftan liefur losnað, verður spreng- ing og eldflaugin eyðileggst. í byrjun fer eldflaugin lóðrétt upp frá jörðu, og það er ekki fyrr en hún er kominn í 300—500 km hæð, að síðasta þrepið, það sem liytur gervihnöttinn, kemst á þá láréttu braut, sem fyrirhuguð var. Annað hvort er þetta gert með sjálf- virkum stýristækjum í eldflauginni eða fjarstýristækjum á jörðu niðri. Eldflaugin verður að hafa nægilegt eldsneyti til þess að ná lokahraða, sem er eigi minni en 7,7 km/sek. Eftir það getur burð- areldflaugin sagt skilið við gervihnöttinn, eða bæði geta haldið förinni áfram í föstum tengslum, eins og átti sér stað með Spútnik II og ,,Atlas“-skeyti Bandaríkjamanna 1958. Þegar rætt er um tækni- afrek í sambandi við skot gervihnatta, er það fyrst og fremst þungi trjónunnar, sem sker úr, þ. e. a. s. þess hlutans, sem ber liin vís- indalegu mælitæki og útvarpstæki. En brúttóþunginn skiptir ekki máli. Eftir að eldsneytið er þrotið, lýtur flug gervihnattarins lögmál- um aflfræðinnar, en þó ekki himinaflfræðinnar, því að gufuhvolf- ið hindrar frjálsa hreyfingu og gervihnötturinn lækkar smám sam- an flugið. Hann fer að snúast hraðar og hraðar um jörðina, og lendir að lokum inn í hinum neðri og þéttari lögum gufuhvolfsins, hnötturinn hrapar síðan með gormlaga snúningi með 10 km/sek hraða í gegn um þéttasta hluta gufuhvolfs jarðarinnar. Af þessum núningi verður hann smám saman glóandi og brennur að lokum upp til agna. Því meiri sem hin upphaflega hæð gervihnattarins er og því gisn-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.