Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 12

Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 12
74 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN breiðarlindir. Enn er bók þessi æskilegt lestrarefni hverjum þeim, er hyggst skrifa náttúru- og landlýsingar. Náttúruskoðun var Hum- boldt hin æðsta nautn og kunni hann þó að njóta margs annars, sem lífið hafði upp á að bjóða. Samkvæmismaður var hann mikill og kunni einkum við sig í samkvæmissölum og salónum Parísar, sem um þessar mundir var miðstöð heimsmenningarinnar. Yfir- leitt undi hann sér eftir Ameríkureisuna miklu betur í Frakk- landi en í heimalandi sínu, Prússlandi, þar sem raunvísindi áttu enn litlu fylgi að fagna og allskyns heimspeki ofar á baugi, en í París störfuðu um þessar mundir mörg stórmenni á sviði raunvís- inda, dýrafræðingarnir Cuvier og Lamarck, efnafræðingurinn Vau- quelin og eðlisfræðingarnir Gay-Lussac og Arago, en þeir síðast- töldu voru nánir vinir Humboldts og samstarfsmenn. Gay-Lussac um rannsóknir á andrúmsloftinu og eiginleikum þess. Aragó urn rannsóknir á segulmagni. 1807 var Humboldt sendur til Parísar til að reyna enn einu sinni að blíðka Frakka, en nú sneri hann ekki heim aftur, heldur settist að í París og dvaldi þar í samfleytt tvo áratugi, 1808-1827, frá 39. til 58. aldursárs síns. Aðalstarf hans á þessu tímabili var að vinna ásarnt Bonpland úr gögnum frá Ameríkuleiðangrinum. Aldrei var því verki lokið, en þó komu út 30 bindi af ritverki, sem ber sameiginlegan titil: Voyage aux regions equinoxiales du Nou- veau Continent — Ferð um hitabeltislöncl nýja heimsins. Kostaði Humboldt útgáfu þessa mikla ritverks alla af eigin fé og sparaði ekkert til, enda gekk mjög á eignir hans. í ritverkinu eru yfir 2000 kort og myndir og teiknaði Humboldt mikið sjálfur, enda afbragðs teiknari, en fékk hina frægustu menn til að skreyta útgáfurnar, m. a. Bertel Thorvaldsen, sem teiknaði tileinkunarblað til Goethe framan við eitt bindið. Auk þess hafði hann fjölda vísindalegra samstarfsmanna við úrvinnsluna. Sjálfur skrifaði hann allmörg bindi, þ. á m. sjálfa ferðasöguna í þrem bindum, nokkur bindi um landfræðisögu Ameríku, sem er ein fyrirmyndanna að Land- fræðisögu Thoroddsens. Samtímis því, sem Humboldt vann að þessu mikla ritverki, stráði hann um sig fjölda vísindaritgerða. Hann er einn afkastamesti rithöfundur um náttúrufræðileg efni, sem uppi hefur verið, og hefur skrifað samanlagt um 800 ritgerðir. Hann var sannkölluð hamhleypa lil verka; þurfti ekki nema fárra tíma svefn nóttu hverja, og vann auk þess mjög skipulega og hag-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.