Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1959, Side 7

Náttúrufræðingurinn - 1959, Side 7
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 69 valdi sér einmitt þessi lönd að rannsóknarefni, en það þykir nú sannað, að það hafi verið tveir danskir bræður, Keutsch að nafni, sem kveiktu hjá honum áhuga á þessum löndum. Bræður þessir voru frá eynni St. Thomas í Vestur-Indíum, sem þá var orðin dönsk eign, og stunduðu nám í Jena 1790 ásamt Humboldt. 1797 sagði Humboldt af sér námustjóra embættinu og fór sama ár í ferðalag til Ítalíu ásamt L. v. Buch til að kynnast virkum eld- fjöllum, gekk á Vesúvíus 1805 með v. Buch og eðlisfræðingnum Gay- Lussac, dvaldi síðan um hríð í austurrísku Ölpunum og æfði af kappi veðurfarsmælingar, landmælingar og stjarnfræðilegar staðar- ákvarðanir. Það reyndist ekki hlaupið að því að komast í hinn fyrirhugaða leiðangur. Spánverjar drottnuðu yfir nýlendum sínum harðri hendi og voru ekki hrifnir af því að hleypa útlendum fræðimönnum inn í þau lönd. En diplómatísk lægni Humboldts kom honum nú að haldi. Eftir alllanga dvöl í París, þar sem hann stúderaði stjarn- fræði og fullnumaði sig í staðarákvörðunum, hélt Humboldt til Spánar ásamt frönskum vini sínum, grasafræðingnum Aimé Bon- pland (f. 1773, d. 1858), vorið 1799 og tókst honum þá að herja út úr Karli IV Spánarkonungi dvalar- og rannsóknarlevfi fyrir sig og Bonpland í lendum Spánar vestanhafs. Skyldi Humboldt sjálf- ur kosta leiðangur þeirra félaga að öllu. Þann 5. júlí héldu þeir úr höfn í Coruna á freigátunni Pizarró, kornu við í Tenerifa á leið- inni og klifu eldfjallið Pico de Teyde, sem til fulls sannfærði Hum- boldt um réttmæti plútónismans — og 16. júlí stigu þeir á land í hafnarbænum Cumaná í Venezuela. Karl von Ritter, sem var mest- ur landfræðingur á fyrri hluta 19. aldar, næst Humboldt — Ritter á raunar einnig 100 ára árstíð nú í sumar — hefur látið svo um mælt, að þann dag, 16. júlí 1799, hafi Ameríka fundizt öðru sinni. (Landar Leifs heppna myndu líklega segja þriðja sinni). Þetta er full sterkt til orða tekið, en víst er, að Ameríkuleiðangur Hum- boldts, sem varaði í fimm ár, markar þáttaskil í könnun jarðar- kringlunnar. Á fyrstu öldum hinna miklu landafunda voru flestir leiðangrar farnir í þeim tilgangi að finna lönd og leggja undir sig lönd til að komast yfir verðmæti: góðmálma, eðalsteina, krydd- vörur o. fl. Árið 1672 var gerður út fyrsti leiðangurinn í vísinda- legum tilgangi, en það var franskur leiðangur, er fór til Cayenne í Frönsku Guyana til pendúlmælinga. Á 18. öldinni voru gerðir

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.