Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 44

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 44
106 N ÁT'l'ÚR U F RÆÐINGURINN YTRA BELTI 8. mynd. Tilgátur um fjölda orkumagnaSra smáagna í grennd við jörðu. gervihnetti eða geimflaug til jarðar á ný er ekki eins einfalt, því að þeir hlutir ná 10 km/sek hraða á niðurleið, og vegna mótstöðu neðstu laga gufuhvolfsins myndast svo mikill hiti, að það væri lífslrættulegt mönnum. Þess vegna verður að draga úr ferðinni. Þegar ferðast væri í nánd við tunglið, væri hægt að snúa aftur til jarðar, en eldflaug, sem lenti út fyrir aðdráttarsvæði tungls og jarðar, ætti tæplega afturkvæmt til jarðar af eigin rammleik. Þar að auki yrði að stýra henni innan frá, og til þess þyrfti að hafa með- ferðis ógrynni af eldsneyti, ef það ætti einnig að endast til lieim- ferðar, en slíkt mundi þyngja geimflaugina allt of mikið. Að lokum nokkur orð um lendingarskilyrði á tunglinu eða reiki- stjörnunum. Það er ekki eins erfitt að lenda á tunglinu eða Mars eins og á jörðinni, enda er ekkert gufuhvolf á tunglinu og mjög þunnt á Mars. En á Venusi yrði mjög erfitt að lenda, því að þar er gufuhvolfið ákaflega þétt. Nú skulum við gera ráð fyrir, að búið sé að yfirstíga alla þessa erfiðleika, og að geimfarinn sé lent- ur heilu og höldnu á annarri plánetu eftir nokkurra vikna ferð. Þegar liann hefur dvalizt þar nokkurn tíma, mun liann fara að liugsa til heimferðar. En þá þarf hann að yfirstíga alla sömu örð- ugleika og áður, en í þetta skipti í öfugri röð. Hann verður aftur að ná þeim liraða, er hann þarf til að hefja sig upp af þeim hnetti, sem liann er staddur á. Til þess mun þurfa eldsneyti, sem skiptir

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.