Vikan

Eksemplar

Vikan - 02.12.1965, Side 39

Vikan - 02.12.1965, Side 39
VIKAN OG HEIMILSÐ ritstjóri: Guctridur Gisladóttir. Jólabók 12 síður ^TTIKAN vill gera sitt til þess, að jólin ™ verði ykkur ánægjuleg. Þess vegna flytjum við ykkur hér 12 síður um jólaheim- ilið, þar sem lýst verður fjölbreyttum og skemmtilegum jólaundirbúningi. Þar er að finna fjölda kökuuppskrifta, fimm síður um mat, þar af þrjár litprentaðar síður með fal- legum myndum af gómsætum réttum, í þetta sinn aðallega forréttum og ábætisréttum. Einnig eru þrjár síður með Ieiðbeiningum um handgerðar jólagjafir og skreytingu og und- irbúning heimilanna fjTÍr hátíðina, en í öll- um blöðum YIKUNNAR fram að jólum verða sýndar fljótgerðar jólagjafir og birtar ráðleggingar um annað, sem viðkemur jól- unum. Allur undirbúningur miðast við það, að gera jólin sem hátíðlegust, en munið að vinn- an við undirbúninginn getur líka verið skemmtileg. Víst er það, að í augum barn- anna er hún hjúpuð ljóma eftirvæntingar- innar, og leyfið þeim því að taka þátt í henni. Það eru margar skemmtilegar endurminn- ingar bundnar við kyrrlát kvöld, þegar öll fjölskyldan situr við að búa til jólapoka og jólaskraut, og kannski er verið að leggja grundvöll að jólahaldi á heimili langt frammi í framtíðinni, heimili litlu stúlkunnar, sem hjálpar mömmu sinni við að baka og búa til jólagjafir. Hafi koma jólanna verið vel undirbúin, er auðveldara að njóta helgi hátíðarinnar og hvíldar frá önn virka dagsins. Til þess vilj- um við hjálpa ykkur með þessum 12 síðum — síðum, sem hægt er að losa úr blaðinu, ef hentugt þykir, en síðan má geyma afgang- inn af blaðinu óvelktan og snyrtilegan þar til á jólunum, að tújii gefst til að hvíla sig og lesa. VIKAN OG HEIMILIÐ óskar lesendum sínum gleðilegra jóla. -j> c?'7 • JL VIKAN 48. tbl. gg

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.