Vikan

Issue

Vikan - 02.12.1965, Page 56

Vikan - 02.12.1965, Page 56
✓-------------------------- ESTRELLA BÝÐUR NÚ SEM ENDRANÆR: ★ GLÆSILEGT ÚTLIT ★ 100% SEA ÍSLAND COTTON ★ HLEYPT EFNI (SANFORIZED) ★ HÁLFSTÍFAÐUR FLIBBI, LÍN- STERKJA ÖÞÖRF ★ TVÖFALDAR ERMALÍNINGAR (MANCHETTUR) <________ ^ VjOLASKAPI ALLTA'RIÐ í ^IVYV— menn til sögunnar, þegar byggð var sem örast að myndast á Bol- ungavíkurmölum. Þegar vélbáta- útgerðin hófst breyttist Bolunga- vík úr verstöð í þorp, þar sem fólkið hafði fasta búsetu, og í þessu þúsund ára sögulausa þorpi gerist nú mikil saga á árunum eftir aldamótin og er að gerast enn, eins og víðar á íslandi. Það er víðar en í Bolungavík, sem meira hefur gerzt síðast iiðin fimmtíu eða sextíu ár en í þús- und ár á undan. Hér hefði þurft að skrifa smá- þátt um frægustu formennina, forystumenn í félagsmálum og hreppsmálum, einnig hefði þurft að segja fr-á stofnun ungmenna- félagsins 1907, kvenfélagsins, stúkunnar, byggingu hunda- hreinsunarhúss og sundlaugar- innar, sem var kolakynt, frysti- húss, sem er eitt hið fyrsta hér- lendis, kirkjunnar sem var reist á háum hól, félagsheimilisins, virkjunartilraun á þriðja tug ald- arinnar, myndun hlutatrygging- arsjóðs, harðvítugum verkföll- um, aflaleysi og kreppu fyrir- stríðsáranna, allt var þetta með sérstökum hætti og oft söguleg- um, því að í mörgu riðu Bolvík- ingar fyrstir á vaðið. Og síðan og ekki sízt hefði þurft að segja nokkrar skopsögur úr Víkinni, því að í einangrun sinni urðu Bolvíkingar meistarar í að skop- ast að sjálfum sér og náungan- um. Þeir uppnefndu allt og alla og það var allt hent á lofti, sem nokkurt skop gat talizt eða sögu- efni. Þarna var mikill fjöldi spaugilegra karla, sem ekki hefðu kannski orðið það í nokkr- um öðrum stað, heldur var þetta vandlega ræktað með þeim og ýkt á alla lund, þar til loks var komin saga. Það hefði burft að lýsa verbúðalífinu, sjósókninni, kröfum manna og harðrétti, spilamennsku, drykkjuskap og ástalífi, en í þessu sambandi verður að geta þess, sem er merkilegast um verstöð, að í Bol- ungavík, hefur vin aldrei verið selt í verzlun. Þar stóð aldrei tunna á stokkum, í neinni höndl- an eins og víða annars staðar og er það mála sannast, að þó Bol- víkingar gætu almennt aldrei tal- izt til frelsaðra manna, þá var þarna reglusamt fólk og drykkju- skapur aldrei ýkja mikill. Drykkjuslæpingjar þekktustekki og engin dæmi voru þess, að menn leggðu störf sín á hilluna af þeim sökum. Óspekktir voru aldrei að nokkru marki, helzt smátusk hjá yngri mönnum á böllum. Einnig er til mýgrútur af kraftasögum frá Bolungavík, því að menn urðu sterkir við árina og burðinn, Menn reiddu mikið á sjálfum sér, því hestar voru ekki margir í byggðarlaginu, en byggðin dreifð. Þegar Bolvíkingar rita sögu sína mega þeir ekki gleyma báta- smiðnum sínum honum Fal Jak- obssyni af Hornströndum. Hann var þessu þorpi mikils virði. Hann leysti þá þraut, sem þorp- inu var lífsnauðsyn að leyst væri, að byggja svo léttbyggða vélbáta, að kleift væri að setja þá á fyrrgreindan hátt, en jafn- framt það sterkbyggða að þeir þyldu hnjaskið í fjörunni, og þann eiginleika urðu þeir einnig að hafa, að þeir væru botnmikl- ir, þannig að þeir flytu á sem grynnstu vatni. Falur byggði bát- ana úr furu fyrir léttleika sakir, þéttbenti þá síðan með mjög grönnum eikarböndum og síðan þéttseymdi þá og kastaði ekki höndunum til smíðinnar. Sá sem þetta ritar þykist hafa séð mörg skip bæði stór og smá, en aldrei betri hlutföll í skipi en honum „Ölver“ litla. Það er stundum að drottinn slysast til að byggja mann í skikkanlegum hlutföllum, einnig er sagt að það geti hent arkitekta í húsagerð- 5Q VIKAN 48. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.