Menntamál - 01.03.1954, Síða 10

Menntamál - 01.03.1954, Síða 10
4 MENNTAMÁL anlegar, einkum er konur eiga í hlut, að endurgjöldin fæli menn ekki frá að velja kennaranámið. 24. Lágmarksaldur kennaraefnis ræðst að sjálfsögðu af því, hvers konar menntastofnun hann sækir, svo sem kennaraskóla eða háskóla, því er ekki unnt að ákveða lág- marksaldur fyrir nemendur í öllum löndum, en varast skyldi að innrita svo unga nemendur, að þá bresti þroska til að skilja ábyrgð kennarastarfsins og til að valda þeim vanda, er því fylgir. 25. Er kennaraefni sækja um skólavist, skyldi litið á prófskírteini þess og önnur hliðstæð skilríki. 26. Aldrei skyldi greind manna né þekking þeirra ein sér ráða úrslitum um upptöku þeirra í kennaraskóla, að jöfnu skyldi meta skapgerð, andlega og líkamlega heil- brigði, ást á börnum, trúmennsku og félagslyndi. Æski- legt er, að sérhvert kennaraefni sé prófað sálfræðilega áður en það er tekið í skóla og á meðan það dvelst þar til þess að bægja þeim brott, sem eru svo afbrigðilegir að skapgerð eða háttum, að þeim hæfi ekki kennarastarf. Auk inntökuprófa má hafa gott gagn af skipulegum við- tölum við kennaraefni eða stuttum reynslutíma, ef þörf gerist. 27. Þá skyldi athygli einnig beint að andlegum auð- kennum, jafnvægi á geðsmunum, áhugaefnum og vand- kvæðum kennaraefnisins í umgengni við aðra menn. Því er æskilegt, að allar stofnanir, er búa nemendur undir barnakennslu, veiti þeim færi á að sækja námskeið um geðvernd hjá kennara, er kennaraefni geta leitað til með persónuleg vandamál. Stundaskrár og námslcrár. 28. Fulltrúar kennaraskólastjóra, kennaraskólakennara og barnaskólakennara skyldu vinna saman að samningu og endurskoðun námsskrár og stundaskrár kennaraskól- anna.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.