Menntamál - 01.03.1954, Side 12

Menntamál - 01.03.1954, Side 12
6 MENNTAMÁL fangsefna, en jafnframt að gera ljósa nauðsynina á því að semja allar meginreglur að staðháttum lands, héraðs eða sveitar. 36. Á stundaskrá skal verja miklum tíma til kennslu- aðferða, bæði þeirra, er miða að þroska persónuleik- ans, getu og athafnasemi hins vaxandi barns, sem hinna, er nota skal við kennslu í ýmsum námsgreinum, einkum lestri, skrift og reikningi, og skal sú fræðsla öll vera ná- tengd sálfræðilegri og hagnýtri þjálfun. 37. Uppeldisfræðilega kennslu skyldi t. d. styðja með rannsóknum, umræðuflokkum og sjálfstæðu rannsóknar- starfi einstakra nemenda. Fyrir þessar sakir þarf sérhver kennaraskóli að vera búinn nægum kennslu- og rannsókn- artækjum, kaupa góð tímarit um uppeldismál og eiga gott bókasafn. 38. Jafnskjótt og tök eru á, skyldi gert ráð fyrir kjör- greinum á stundaskrá, svo að nemendum gefist kostur á að vinna rækilega að viðfangsefnum, sem þeim eru sérstak- lega hugleikin. 39. Hagnýtt starf er mikilvægur þáttur í kennaranámi, og skyldi því ætla mikinn tíma. 40. Hagnýta starfið skyldi ekki einungis vera fólgið í því að fylgjast með kennslu reyndra kennara og vax- andi þátttöku í kennsluæfingum, heldur virkri þátttöku í hvers konar skólastarfi. 41. Sérhver kennaraskóli skyldi ráða yfir einum eða fleiri skólum, einkum með sniði tilraunaskóla, þar sem kennaraefni leysa nokkurn hluta æfinga sinna af hönd- um. 42. Eigi skyldi verklegt nám og starf kennaranema fara fram í fyrírmyndarskólum einum, heldur einnig í venjulegum barnaskólum, þar sem þeir geta kynnzt öll- um þeim viðfangsefnum skóla og skólahverfis, er þeim mun síðar bera að höndum í starfi (skólahúsi og landi

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.