Menntamál - 01.03.1954, Side 27

Menntamál - 01.03.1954, Side 27
MENNTAMÁL 21 stjórastörf, samningu reglugerða, námsskrár o. þ. u. 1. Á síðast nefndu sviði hefur Peabody College svo færum mönnum á að skipa, að fræðslumálastjórnir í öðrum ríkj- um Bandaríkjanna hafa fengið þá til sín til þess að njóta leiðsagnar þeirra um samningu námsskrár o. fl. Þessi fyrstu beinu kynni mín af því, hvernig uppeldis- vísindin og margþætt reynsla kennara og skólastjóra héld- ust í hendur í menntastofnun fyrir kennara, eru mér hugstæð. Þar er jafnframt um að ræða þær meginstoðir, sem störf þeirra, er fræðslumálum stjórna, verða að styðj- ast við. Dagana 26. og 27. marz sat ég á þingi fræðslumála- stjóra og námsstjóra Tennessee-ríkis. Var það 85. árs- þing þeirra. Aðallega var rætt um námsefni og námsskrár fyrir nemendur á aldrinum 13—18 ára (High School), svo og menntun kennara og starfshætti þeirra. Fundarmenn voru margir þeirrar skoðunar, að lítið gagn væri að vísindalegum og vel sömdum námsskrám, ef kennarar væru ekki vel menntaðir og áhugasamir eða ynnu ekki störf sín af trú á gagnsemi þeirra. Talið var, að umræðufundir kennara, námsstjóra o. fl., svo og stutt námsskeið, væru farsælasta leiðin og sú sjálfsagðasta til þess að vekja áhuga og efla starfshæfni kennara. Þar ættu sem flestir starfandi skólamenn að koma og bera saman ráð sín. Skólastjórar gagnfræða- og menntaskóla (Secondary Schools’ Principals) héldu sérstakan fund, sem mér var boðið á, og flutti þar prófessor frá Colorado-háskóla snjallt erindi um reglugerðir fyrir gagnfræða- og mennta- skóla. Höfuðáherzlu lagði hann á hið breytta viðhorf unglinga til atvinnumöguleika, og að til þess að varðveita hið góða og mannlega, sem býr með hverjum unglingi, þá yrðu skólarnir að taka að sér að búa þá undir þau störf, sem hæfðu þeim bezt og þörf væri fyrir í þjóðfélaginu.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.