Menntamál - 01.03.1954, Side 13

Menntamál - 01.03.1954, Side 13
MENNTAMÁL 7 skólans, bekkjum, stærð þeirra og bekkjargögnum, um- hverfi barnanna o. s. frv.). 43. Kennaranemar skyldu eiga kost á æfingum í skól- um, þar sem kennarafjöldi er misjafn, m. a. í skólum með einum kennara og skólum í ólíku umhverfi. 44. í löndum, þar sem barnakennarar þurfa einnig að kenna fullorðnum, skyldi menntun þeirra miðast við það að einhverju leyti. 45. Kennaranemar skyldu hljóta fræðslu um hreinlæti í skólum, heilsuvernd barna, varnir gegn smitun og veik- indaforföllum. Menn, sem kenna í einangruðum hverf- um, ættu að minnsta kosti að geta verndað heilsu sjálfra sín og fjölskyldu sinnar. 46. Kennaranemar skyldu hljóta fræðslu og þjálfun, er gerir þeim ljóst, hversu mikilvægu félagslegu hlutverki þeir gegna í skólahverfi sínu. Fræðsla og þjálfun á þessu sviði ætti m. a. að ná til leiðbeininga um tómstundastörf, menningarlegt samkvæmislíf, þrifnað og ráðdeild. 47. Kennaraskólar verða að glæða fegurðarkennd kenn- aranema, ef barnaskólarnir, sem þeir starfa við síðar, eiga að gera það. Fyrir þessar sakir þarf að vanda búnað kennaraskóla utan húss og innan og gefa gaum að, hver staður honum skal valinn. í kennaraskólum skyldi flytja tónlist, leiklist, bókmenntir og listrænar íþróttir. 48. Kennaranemar skyldu kynnast matgjöfum og klæða- gjöfum í skólum, skálavist (vacation camps), æskulýðs- starfi og foreldrafundum. 49. Hversdagsleg hegðun kennaranema fer mjög eftir því, (hvernig námið er skipulagt, með hverjum anda fræðsla er veitt og hver aðbúð er í heimavist. Agi skyldi því vera frjálsmannlegur, mótaður af virðingu á einstak- lingseðlinu og stuðla að þroska þeirra gáfna, er hverj- um voru gefnar. Fræðslan skyldi í meginatriðum hvíla á athugunum á mannlegu eðli og efla þegnskap og ábyrgðar- vitund nemandans.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.