Menntamál - 01.03.1954, Page 11

Menntamál - 01.03.1954, Page 11
MENNTAMÁL 5 29. Námstími í kennaraskólum fer eftir því, hvers konar fræðslu hann veitir. Ef hann veitir almenna fræðslu auk sérmenntunar skyldi hann vera lengri en ella. 30. í kennaraskólum á menntaskólastigi skyldi gætt jafn- vægis um almenna fræðslu og sérfræðslu. 31. Sérmenntunin tekur ekki einungis til sálarfræði, uppeldisfræði og kennsluæfinga, heldur á hún einnig að veita ágripsfræðslu um félagsfræði, heimilishagfræði, heilsufræði, líkamsfræði, söng, teikningu, handavinnu og garðrækt. 32. Sálfræðileg og uppeldisfræðileg þjálfun kennara- efnisins skyldi m. a. taka til náms um eðli barnsins og námsins, sambands uppeldis og umhverfis, kennslutækja og kennsluaðferða, þar sem jöfn áherzla er lögð á fræði- legt og hagnýtt starf. 33. Sálfræðilegt nám kennaraefnisins skyldi taka til al- mennrar sálarfræði og barnasálarfræði, ennfremur próf- tækni við sálfræðileg próf, greinandi rannsókna á greind- arþroska barna, kennsluæfingum skyldu fylgja beinar at- huganir á börnum og tilraunir um vitræn og geðræn við- brögð þeirra, og skal þá litið á hvort tveggja, félagslegt og einstaklingslegt atferli þeirra. 34. Uppeldisfræðileg þjálfun kennaraefnisins skyldi taka til frumatriða uppeldisfræðinnar, sögu hennar og samanburðar-uppeldisfræði, uppeldisfræðilegs tilrauna- starfs, kennsluaðferða, skólastjórnar, skipulags og lög- gjafar, og skal þó einkum litið á uppeldisfræðileg viðfangs- efni í heimalandinu. 35. Með uppeldisfræði og uppeldissögu skyldi ekki ein- ungis stefnt að því að kynna kennaraefnum þær hug- myndir, er hlotið hafa almenna viðurkenningu og kunnar eru af uppeldisfræðilegum kenningum, heldur einnig, hvernig grundvallarsjónarmið og skipulagshættir hafa þróazt. Samanburðaruppeldisfræði skyldi auðvelda kenn- araefni að skilja allsherjargildi sumra uppeldislegra við-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.