Menntamál - 01.03.1954, Page 35

Menntamál - 01.03.1954, Page 35
MENNTAMÁL 29 þá samdar fyrirspurnir þær, sem sendar voru kennur- um og öðrum, sem að skólamálum starfa. Frá því um miðjan ágúst hefur nefndin haldið tvo fundi í hverri viku. Hefur hún kvatt á sinn fund f jölmarga sérfróða menn um einstaka þætti skólamálanna.“ DRÆM SVÖR OG SKIPTAR SKOÐANIR. Hafa margir svarað fyrirspurnum nefndarinnar? „Nei, svör hafa borizt heldur dræmt, miklu færri en nefndin vonaðist eftir. Eitthvað á 3. hundrað manns hef- ur sent svör af rúmlega 1000, sem fyrirspurnir voru sendar. Að tiltölu hafa borizt fleiri svör utan af landi en úr Reykjvaík.“ Eru svörin mjög á eina lund? „Nei, því fer fjarri. í þeim koma fram harla skiptar skoðanir. Af þeim er ekki hægt að ráða, að uppi séu meðal kennara neinar almennar óskir um meiri háttar breyting- ar frá því, sem nú er.“ TILLÖGUR NEFNDARINNAR? „Nefndin ætlar sér að ganga frá þeim á næstunni og eigi síðar en fyrir lok maímánaðar." Fela þær í sér miklar breytingar? „Ekki að minnsta kosti breytingar, sem ætlazt er til, að komið verði á í einni svipan, heldur ábendingar um, hvert stefnt skuli í framtíðinni. Þó má geta þess, að miklu meiri áherzla er lögð á að ætla nemendum mismunandi námsefni eftir getu heldur en nú tíðkast. Þá mun nefndin semja nýja námsskrá fyrir gagnfræðaskóla, þar sem ekki verður miðað við tilteknar kennslubækur, eins og og í þeirri námsskrá, sem nú er stuðzt við, heldur við ákveðin grundvallaratriði námsefnisins, líkt og gert er í núgildandi námsskrám fyrir barnaskóla og menntaskóla. Þá hefur nefndin fjallað allmikið um kennslubækur skól- anna og mun semja álitsgerð um þær og hverra endurbóta hún telur þörf í því efni.“ ^ Á H.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.