Menntamál - 01.03.1954, Qupperneq 21

Menntamál - 01.03.1954, Qupperneq 21
MENNTAMÁL 15 Margir töldu ýtarlegar heimaritgerðir meira virði en skrif- leg skyndipróf, varað var við oftrú á ,,hlutlægum“ próf- aðferðum og talið æskilegt, að kennari prófaði sjálfur í kennslugrein sinni. Próf skyldu vera því strangari sem námið er frjálsara. Áherzla var lögð á kosti munnlegra prófa og talið gefast vel að prófa í skyldum greinum í senn. Gætti þar sama sjónarmiðs og um kennsluna, að ekki bæri að búta nám í sérgreinar, ef annars væri kostur. 3. Um framhaldsmenntun kennara var m. a. bent á þetta: Það er fráleitt að vænta þess, að kennari, sem lýkur brottfararprófi, sé fullnuma. Framhaldsmenntunin skal haldast í hendur við aukinn persónuþroska og reynslu í skólastarfi. Enda þótt framhaldsmenntun kennara eigi ekki að vera skyldunám, tekur hún til ákveðinna viðfangsefna, og skal því vera skipulögð og undirbúin þannig, að hún nýtist sem bezt. Framhaldsmenntun kennara skyldi jafnan vera í nán- um tengslum við uppeldislegt rannsóknarstarf í háskólan- um og öðrum vísindastofnunum. Miklu skiptir, að kenn- arar þeir, er sérstök afrek hafa unnið í starfi, leggi lið við framhaldsmenntun stéttarsystkina sinna. Eðlilegt er talið, að kennarar njóti leyfa án launaskerð- ingar, til þess að afla sér frekari menntunar og ennfrem- ur, að þeir njóti opinberra styrkja, er mikið leggja af mörkum til að efla starfshæfni sína. Fjórða umræðuefnið, félagslegt hlutverk kennara, var ekki ómerkt fyrir aðrar þjóðir, en íslenzkri menningu er svo farið, að margt af því sem öðrum þjóðum er brýn nauðsyn að leggja kennurum sínum á hjarta um þessi efni, kemur af sjálfu sér hjá okkur. Eitt af því, er við höfum haft umfram flestar aðrar þjóðir, er hin samfellda þjóð- armenning. Því hafa ísl. kennarar einnig kunnað sæmileg skil á samfélagi sínu. Þar sem félagslegur munur er stór-

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.