Menntamál - 01.03.1954, Síða 19

Menntamál - 01.03.1954, Síða 19
MENNTAMÁL 13 Hlutverk kennaraskóla er tvíþætt, að vekja og varð- veita rétta verklund nemenda og bægja þeim frá, er geta ekki tekið slíkri vakningu. En ekki er nóg að kunna að velja kennaraefni eða hafna þeim, sem ónýtir sýnast. Ekki veltur minna á því, hverjir sælast eftir kennaranámi. Launakjör ráða þar jafnan nokkru og sú virðing, sem stéttin nýtur. Hins vegar mark- ast virðing kennara sem annarra af verkum þeirra sjálfra. Því verður ríkisvaldið að gera vel við kennara og kenn- ararnir að standa við þær kröfur, sem skylt er að gera til þeirra. 2. Stundaskrár og próf. Viðræður snerust einkum um þessi atriði: 1. Hversu mikið má leggja á nemendur og kennara og hversu margar mega kennslustundir vera á viku? 2. Fyrirmyndarskóla, þar sem stunda má hagnýtt upp- eldisstarf og sinna fræðilegum rannsóknum. 3. Gildi og meginviðfangsefni uppeldisfræðinnar. 4. Skyldunám og frjálst nám. 5. Umfang, skipulag og aðferðir hagnýts skólastarfs. 6. Próf. Um stundafjölda á viku bar mikið í milli, ef saman voru borin ýmis lönd. Við samningu stundaskrár skyldi þess gætt: a) að skólatímarnir yrðu aldrei svo margir, að nem- öndum gæfist ekki hóflegt tóm til hvíldar og einstaklings- legrar vinnu utan skyldutíma, b) að stundaskráin sé snið- in eftir þreytugildi námsgreina, c) að skyldutímar séu ekki fleiri en 24 á viku í þeim kennaraskólum, er veita bæði almenna menntun og sérmenntun, en 20 stundir í þeim skólum, er veita einvörðungu sérmenntun. Um þenn- an lið voru skoðanir skiptar. Að auki koma svo kjör- greinar. d) Kennarar skulu hafa gott tóm til eigin náms og rannsókna. Rík áherzla var lögð á það, að reynsla kennaraefna sjálfra og hagnýtt starf þeirra skyldi, eftir því sem skyn-

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.