Menntamál - 01.03.1954, Síða 20

Menntamál - 01.03.1954, Síða 20
14 MENNTAMÁL samleg verktækni leyfir, leggja til viðfangsefni þau, er uppeldisfræðin, sálfræðin, félagsfræðin og hin uppeldis- lega heimspeki greiðir úr. Með því er einnig varað við þeirri hættu, að lífið og kenningin fari á mis. Fyrir þessar sakir var bent á þörfina á því, að kennara- efni öðlist sem fjölþættastan verklegan undirbúning, bæði í fyrirmyndarskólum, er hæfa því skólastigi, er kennara- efni á að kenna við, en einnig í venjulegum skólum og upp- eldisstofnunum af öðru tagi. Ekki er talið æskilegt né eðlilegt, að hvert kennara- efni hljóti verklega þjálfun í öllum væntanlegum kennslu- greinum, heldur aðeins í undirstöðugreinum svo sem móð- urmáli, lestri, skrift og reikningi, en auk þess setji hann sig rækilega inn í kennslutækni fárra annarra greina, og skal virða eftir föngum óskir kennaraefnis um val þeirra. Yfirleitt voru menn sammála um, að ekki bæri að líta svo á, að námi í hagnýtu skólastarfi væri lokið, þótt lokið væri dvöl í skóla, hvort heldur sá skóli er kennaraskóli, kennaraháskóli eða háskóli. Ekki verður hjá því komizt, að mikið af námsefni skól- anna sé bundið með sameiginlegri stundaskrá hverrar deildar. Hins vegar er talið æskilegt, að nokkur hluti hverrar deildar sé kjörfrjáls, t. d. þannig, að velja megi eða hafna tiltekinni grein eða tilteknum greinum, eða velja megi milli ákveðinna viðfangsefna, t. d. vísinda- legra eða kennslufræðilegra, eða velja um sérefni innan tiltekinna námsgreina. Með þessari skipan verða nemendur og kennarar sam- ábyrgir um námsefni, nemendum gefst kostur á að reyna sjálfa sig til þrautar í glímu við geðþekk viðfangsefni, viðhorf þeirra dýpka og víkka og skólalífið auðgast að fjölbreyttni. Um próf. Skoðanir voru nokkuð skiptar um gildi ýmissa prófaðferða. Það er að vonum, því að framkvæmd getur verið með ýmsu móti, þótt aðferðinni sé gefið sama nafn.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.