Menntamál - 01.03.1954, Qupperneq 18

Menntamál - 01.03.1954, Qupperneq 18
12 MENNTAMÁI. Meðal annars var bent á það, að ágætlega hefði tekizt til um stöðuval þeirra tugþúsunda kennara, er þjálfaðir voru til kennslu á Englandi að loknum ýmsum öðrum störf- um á stríðsárunum. Meirihluti taldi óráðlegt, að ungling- ar innan 18 ára aldurs tækju ákvörðun um sérnám. Þessu var mótmælt af minnihluta. Ekki voru menn á einu máli um það, hverjar aðferðir væru vænlegastar til að skera úr um hæfileika væntan- legra kennaraefna. Þar koma einkum til álita skipulegar viðræður við kennaraefni og viðræður kennaraefnis við aðra, ummæli eldri kennara um kennaraefni, sálfræðileg próf o. fl. Þekkingarpróf eitt sér er talið ófullnægjandi. Bretar t. d. beita viðræðuaðferðinni. Svisslendingar sál- fræðilegum prófum, m. a. Um þessi efni var ágreiningur nokkur, og var skorað á UNESCO-stofnunina í Hamborg að beita sér fyrir söfnun á niðurstöðum um gildi aðferða þessara og að vinna að því, að samræmt rannsóknarstarf yrði unnið á þessu sviði. Aldrei verður þó unnt að velja svo kennaraefni, að þarf- laust sé að taka ákvörðun um það síðar, hvort þau reyn- ast eins og ráð var fyrir gert, og er skylt að bægja þeim nemendum frá kennaranámi og kennarastarfi, er bregð- ast þeim vonum, er til þeirra stóðu. f jafnviðkvæmum efnum verður matið á nemandanum aldrei vandað um of. Þó verður það eitt fullyrt, að kenn- araefni, sem hagar sér vel á námsárum, að því er kunn- ugt er, muni að líkindum verða góður kennari. Þó fer það mjög eftir ytri aðstæðum, hvort sá dómur stenzt, valda þar mestu um starfskilyrði og fjölskyldulíf hans, einkum kvonfang hans. Þó er ekki auðvelt að láta sér skjátlast í spánni um það kennaraefni, sem á námsárum reynist latt, uppstökkt, klaufalegt í framgöngu og jafnvægislaust án nokkurra merkja um að taka upp betri siði. Slíkt kennaraefni er óhæft til starfs síns og skyldi bægt frá því.

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.