Menntamál - 01.03.1954, Page 25

Menntamál - 01.03.1954, Page 25
MENNTAMAL 19 legum störfum til þess að sitja í gömlu skólastofunni dá- litla stund við bókalestur og skriftir. Það sögðu mér kenn- arar og fleiri þarna um slóðir, að leiðbeiningarstörf um- sjónabókavarðanna hefðu átt drjúgan þátt í því að bæta bókmenntasmekk unga fólksins og auka áhuga fólks al- mennt á lestri góðra bóka. Ég fann fljótlega, að hér hafði hugsandi fólk eigi síður áhyggjur af óhollu bókaflóði en gerist og gengur í öðrum menningarlöndum. 18. marz fór ég með áætlunarbíl frá Knoxville vestur til Nashville. Eftir því, sem vestar dró, nær Mssisippi- sléttunni, þéttist byggðin og ræktað land varð samfelld- ara. Bíllinn hafði stundar viðdvöl í litlu sveitaþorpi. Það, sem mér fannst einkennilegt þar, var tvennt — sem þó átti sér eina og sömu orsök — og það var, að á bifreiða- afgreiðslunni var aðskilin biðstofa — eða öllu heldur biðkrókur — og hreinlætisherbergi fyrir svarta menn og hvíta. Þá voru þar og 2 lítil skólahús með stuttu millibili — annað fyrir allmörg hvít börn, en hitt íyrir fáein svert- ingjabörn. Þessi dökku skinn voru iðandi af kátínu og fjöri eigi síður en þau hvítu, og virtist mér sem börnin væru frjálsmannleg og óþvinguð hvert gagnvart öðru, þótt mislit væru. Er ég spurði skólamann, sem þarna var stadd- ur, hvers vegna börnin væru ekki höfð öll í sama skóla, þótt litarhátturinn væri frábrugðinn, þá sagði hann, að þess yrði vart langt að bíða, að svo yrði gert. En það skildu þeir vart, sem hefðu alizt upp við og vanizt hinum stranga aðgreiningi hvítra manna og svarta, hversu erfitt það væri fyrir þetta fólk að gerbreyta samskiptum sínum í einni svipan. En þetta mundi breytast með ungu kynslóð- inni og þeirri næstu. Mér datt í hug, að þetta væri ekki ósvipað og fordómar — eða a. m. k. tregða — gamals fólks á hrossakjötsáti! í Nashville, sem er höfuðborg Tennessee-ríkis dvaldi ég til 29. marz. Þar skyldi ég kynnast málefnum og störfum fræðslumálaskrifstofu ríkisins. Vel var í haginn búið fyrir

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.