Menntamál - 01.03.1954, Blaðsíða 36

Menntamál - 01.03.1954, Blaðsíða 36
30 MENNTAMAL Fimmtugur: Helgi Elíasson frœðslumálastjóri Helgi Elíasson er fæddur í Hörgsdal á Síðu 18. marz 1904, sonur Elíasar Bjarna- sonar fyrrverandi yfirkenn- ara og konu hans, Pálínu Elí- asdóttir. Kennaraprófi lauk hann 1925, stundaði fram- haldsnám í Danmörku og á Þýzkalandi m. a. við háskól- ann í Hamborg. 1930 gerðist hann kennari við Miðbæjar- skólann í Reykjavík, en réðst brátt til starfa í skrifstofu fræðslumálastjóra, var sett- ur fræðslumálastjóri á árun- um 1931—1934 og síðar. Fræðslumálastjóri varð hann 1944. Hann hefur því verið í fararbroddi um stjórn fræðslumála nærri því aldar- fjórðung. Helgi Elíasson hefur átt erilsaman starfsdag, þurft að greiða úr erindum margra og ráða fram úr mörgum vanda. Hann hefur verið húsbóndi á stóru, en fátæku heimili, þarfir margar, en lítil tök á því að bæta úr þeim oft og einatt. En Helgi fræðslumálastjóri hefur ekki látið baslið smækka sig. Starfsglaður og reifur hefur hann gengið að verki og ekki talið eftir sér erfiði né vinnustundir. Hann

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.