Menntamál - 01.03.1954, Side 23

Menntamál - 01.03.1954, Side 23
MENNTAMÁL 17 HELGI ELÍASSON fræðslumálastjóri: Úr Bandaríkjaför 1953 6. Hringferðin. Það er ekki ætlun mín að skrá hárnákvæma ferðasögu, lýsa vel landslagi, gróðri, veðri, fólki o. s. frv. Um það má lesa í ferðabókum og landfræðibókum. Þó verður vart hjá því komizt að drepa á einstök atriði af þessu tagi, sem sérstaklega vöktu athygli mína og gerðu mér ljóst, hvers vegna ýmiss konar atriði í skóla- og uppeldismálum voru framkvæmd á ýmsa lund eftir legu og staðháttum. Greina mun ég jafnóðum frá því, sem mér þótti markverðast í „minum málum“. Og svo legg ég af stað! a) í Tennessee-ríki. Ég lagði af stað frá Washington í rigningu sunnudags- morguninn 15. marz. Fyrsti áfanginn var borgin Knox- ville í austanverðu Tennesse-ríki, sem er eitt af miðríkj- unum. Ég' fór þessa leið í járnbrautarvagni, sem búinn var beztu sætum — svipuðum og í nýtízku fólksbílum. Ekki var komið á áfangastað fyrr en seint um kvöldið. Segja má, að vart hafi sézt nein þorp alla þessa leið — um 12 stunda ferð með hraðlest — heldur sveitabýli, yfirleitt heldur lítil, úr timbri, og ekki reisuleg eða snyrti- legt í kringum þau. Skóglendi var mikið og var allvíða strjálbýlt. Eiginlega var ég á leið til Nashville, sem er sem næst í miðju Tennessee-ríki, en í Knoxville átti ég kost á að sjá og kynnast einhverjum stórfelldustu vatnsorkuverum Bandaríkjanna og menningarstarfsemi félags þess, sem

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.