Menntamál - 01.03.1954, Side 16

Menntamál - 01.03.1954, Side 16
10 MENNTAMÁI. taldi, að vísindaleg menntun kennara yrði vart við hlít- andi nema í háskólum. Próf. Robert Dottrens frá Institut des Science de I’Education í Genf gerði grein fyrir kostum kennaraskól- anna og tengslum þeirra við daglegt líf. (Dottrens hljóp í skarðið fyrir Frakkann L. Defond, en hann var forfall- aður sökum veikinda. Kvað Dottrens það hálfnapurt að þurfa að rekja kosti kennaraskóla í þetta sinn, því að kunnugt væri, að hann hefði barizt fyrir háskólamennt- un barnakennara um aldarfjórðungsskeið. En honum mun hafa þótt nokkur huggun að því, að í ályktunum 16. alþjóða- þingsins var talið æskilegt, að stefnt yrði að háskóla- menntun barnakennara, má ætla, að Dottrens hafi ráðið einhverju um þá ályktun, því að hann var einn af helztu áhrifamönnum þingsins). C. H. Dobinson, sem að framan getur, taldi ákjósan- legast að hvorttveggja færi saman, kennaraskólar og há- skólar, er sæju um menntun kennaranna. Þyrftu þeir að vinna vel saman, og mætti þannig fullnægja kröfum um vísindalega menntun, að svo miklu leyti sem hennar væri þörf,en kennaraskólarnir varðveittu betur tengslin við dag- legt líf. Tók hann skýrt fram, að hann teldi þessa skipun farsælasta, en enga vandræðalausn, m. a. myndi mega fjölga háskólastúdentum í Bretlandi um helming án þess að háskólarnir drægju á nokkurn hátt úr kröfum sínum. Markaðist afstaða hans ekki af skorti á hæfum náms- mönnum. Eftir stuttar umræður var meginviðfangsefni samkomu þessarar, menntun barnakennara, tekið fyrir og rætt í fjórum flokkum. Fyrsti flokkurinn ræddi um val kenn- araefna. Annar flokkurinn um stundaskrár og próf, þriðji flokkurinn um framhaldsmenntun kennara, og fjórði flokkurinn um félagslega stöðu og hlutverk kennara, í héraði, með þjó8 sinni og á alþjóða vettvangi. Dagskrárefni samkomunnar hafði verið ákveðið með

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.