Menntamál - 01.03.1954, Side 9

Menntamál - 01.03.1954, Side 9
MENNTAMÁL 3 ingu ályktanir þingsins um val kennaraefna- og inntöku- skilyrði. Má af þeim ráða, hvert aðrir stefna, en líka hvar við erum á vegi staddir. Tölusetning á málsgreinum er eins og í skýrslu UNESCO og I.B.E. um XVIth International Conference on Public Education, International Bureau of Education, Publ., No 151. Ályktanir um kennaraval. 18. Beita skyldi öllum tiltækum ráðum til þess að laða þá menn að kennarastarfi, sem gæddir eru kostum kenn- araefnis, en líklegt er, að freistist til að kjósa annað lífs- starf. Þess skyldi minnzt, að bætt kjör og aukin virðing kenn- ara hafa úrslitaáhrif á alla farsæla baráttu fyrir því að laða að starfinu hæfa menn. 19. Karlar og konur skyldu njóta jafnrar aðstöðu til barnakennaranáms. 20. Vekja skyldi athygli barnakennara og framhalds- kennara á því, að þeir geta stuðlað mjög að farsælu vali kennaraefna að barnaskólum með því að taka eftir þeim nemendum, er virðast gæddir kennarahæfileikum, og hvetja þá til að leggja stund á kennaranám. 21. Leiðbeiningar um stöðuval geta einnig unnið að far- sælu kennaravali með því að veita hliðstæða fræðslu um kennarastarfið og aðrar starfsgreinar. Þetta má gera með ritlingum, erindum meðal nemenda, blaðaskrifum og út- varpserindum. 22. Æskilegt er að veita kennaraefnum ókeypis fræðslu (húsnæði og fæði), styrki og aðra hjálp til þess að laða að náminu hæfa nemendur úr öllum stéttum. 23. Ef ungum kennurum er gert skylt að kenna ákveðið árabil til endurgjalds á fríðindum þeim, er þeir nutu á námsárum, skal þó gæta þess, að reglur þar um séu sveigj-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.