Menntamál - 01.03.1954, Page 32

Menntamál - 01.03.1954, Page 32
26 MENNTAMÁT uðu hvert atriði gaumgæfilega og komu svo með athuga- semdir sinar, sem ræddar voru á fundum þessum. Það var lærdómsríkt fyrir mig að kynnast þessum vinnubrögðum, sem mér virtust vera til fyrirmyndar. Fræðslumálastjóri og fulltrúar hans voru þarna og fylgdust með því, sem gerðist, enda áttu þeir að annast um framkvæmd þess, sem ákveðið var. í Miami — sem og víðast hvar, þar sem ég kom — var lögð áherzla á „að flýta sér hægt“ — en markvisst. I flestum gagnfræðaskólum í Miami voru sérmenntaðir kennarar, karl og kona, sem önnuðust ýmiss konar leið- beiningar fyrir nemendur, um atvinnuval, einkavandamál nemenda o. fl. Kennsluskylda þeirra var í þess stað minni en annarra kennara. Á föstudaginn langa flaug ég yfir Mexíkó-flóann til New Orleans og dvaldi þar fjóra daga. c) 1 Texas. Ég fór fljúgandi frá New Orleans til Dallas í Texas- ríki. Landið er slétt, en gróður mikill og allbreytilegur. Texas er langsamlega stærst allra ríkja Bandaríkjanna og auðugt mjög að náttúrugæðum. Nautgriparækt mun hvergi meiri, kornrækt, margs konar ávextir og grænmeti mun óvíða meira að ógleymdri olíu og baðmull. Og Dallas er miðstöð baðmullar- og olíuframleiðslu ríkisins, banka- og tryggingastarfsemi. Enda eru þar margar stórbygg- ingar um 30 hæðir, sem koma í stað gamalla smáhúsa (Downtown). Dallas-borg ver miklu fé til skóla- og uppeldismála, og þá eigi sízt til þess að auka og efla menntun negranna. Enn eru þeir í sérstökum skólum, og eru margir þeirra nýir og vel útbúnir að öllu leyti. Fræðslumálaskrifstofan er nú í gömlu skólahúsi — all- stóru, en nemendur, er þar voru, fengu glæsilegt hús í stað-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.