Menntamál - 01.03.1954, Side 14

Menntamál - 01.03.1954, Side 14
8 MENNTAMÁL 50. Þar eð eitt erfiðasta vandamál manna er sambúð þeirra sjálfra, skyldi kennari hafa þann áhuga, hegðun, þekkingu og kunnáttu, er til þarf, ef temja skal mönn- um góða sambúð, umburðarlyndi og þegnskap í bekk og á heimili, í sveitarfélagi, ríki og samfélagi þjóða. Kenn- araskóli ætti að skilja höfuðnauðsyn þessa máls og fræða og þjálfa kennaranema, svo að þeir verði hæfir til að kenna nemendum sínum góða sambúð og alþjóðlegt vin- arþel. 51. Sérstaklega skyldi vandað til kennaravals við kenn- araskóla og æfingaskóla, því að þessir menn eiga að vera fulltrúar þeirrar kennarahugsjónar, sem kennaraefnum er boðuð. 52. Kennarar í uppeldisfræði og sálfræði skyldu vera sérstaklega hæfir fræðilega og verklega, kennarar í öðr- um greinum skyldu hafa fullkomið vald á sérgreinum sín- um og skilja sálfræðilegt, uppeldislegt og félagslegt gildi þeirra. 53. Á allan hátt skal leitazt við að varðveita samband starfandi barnakennara við kennaraskólana. 54. Koma skyldi á fót rannsóknastofum fyrir sál- vísindi og uppeldisvísindi, sem vinna að sífelldum umbót- um á aðferðum við kennslu og uppeldi í sambandi við kennaraskóla, æfingaskóla og aðra barnaskóla. Ýmsum mun hafa þótt víða komið við á þingi þessu, en fátt rætt til hlítar. Fyrir þær sakir m. a. bauð uppeldis- stofnun UNESCO í Hamborg skólamönnum af 17 þjóð- ernum á rannsóknaræfingu í Hamborg dagana 4.—10. jan. s.l. Þar var rætt rækilegar um nokkur þeirra efna, sem um var fjallað í Berkhansted 1948 og á 16. alþjóðaþinginu í Genf s. 1. sumar. Áður en lengra er haldið þykir mér hlýða að gera stutta grein fyrir stofnun þeirri, er að rannsóknaræfingu þess- ari stóð.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.