Menntamál - 01.03.1954, Síða 28

Menntamál - 01.03.1954, Síða 28
22 MENNTAMAL Prófessor Douglass sagði, að starfsskipting væri svo breytt frá því, sem áður var, að nú yrðu margir sérfróðir menn að vinna störf, sem einn gat áður. Hraðinn og véltæknin hafa fyrst og fremst valdið þessu. Vegna þessa sé nú nauð- synlegt að veita mönnum, hvaða starfsgrein sem þeir ætla að stunda, menntun, er þeim hentar. Allar starfsgreinar eiga að vera þar jafnréttháar. En „allir þurfa ekki og eiga ekki að læra allt,“ verða einhvers konar alfræðabók.“ Þeir menn verða „ekki með öllum mjalla“ (abnormal) og vafasamt er, hvað úr þeim verður. En ráðið við þessu er að láta nemendur velja um nokkrar námsgreinar — bók- legar eða verklegar — eftir því — sem hæfni þeirra og hugur bendir til, að þeim henti. Valfrelsi um námsgrein- ar er nauðsynlegt, en það má ekki misnota það — gera það of auðvelt. í þessu efni veltur mikið á sálfræðimennt- un kennara eða leiðbeinenda um atvinnuval. Margt sagði prófessorinn fleira markvert, en ekki er hægt að fara nánar í það að sinni. Þess skal þó getið, að um samning námsskrár og reglugerða sagði hann: „Don’t get Curriculum by Revulution but by Evulution“ (= skap- ið ekki reglugerðir með byltingu heldur þróun). Ég ræddi góða stund við prófessor Douglass eftir fund- inn. Fór mjög vel á með okkur, því að margt sagði hann mér, sem kom vel heim við það, er ég vildi að framkvæmt yrði í starfsháttum skóla og stjórnenda þeirra heima á íslandi. Mjög væri æskilegt að geta fengið slíkan skóla- mann til þess að ræða við gagnfræða- og menntaskóla- kennara okkar! Báða dagana voru haldnir fyrirlestrar fyrir skóla- menn og aðra áhugamenn um uppeldismál, og sóttu þá um 7 þúsund manns. Fyrra kvöldið voru flutt athyglis- verð erindi um siðgæðisuppeldi og trúarbragðafræðslu, en eins og kunnugt er, þá eru ekki kennd kristin fræði í bandarískum skólum. Kirkjudeildirnar annast það. Síðari daginn hélt ríkisstjóri Tennessee-ríkis mjög at-

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.