Menntamál - 01.03.1954, Qupperneq 38

Menntamál - 01.03.1954, Qupperneq 38
32 MENNTAMAL Fimmtugur: Guðmundur í. Guðjónsson kennar i Guðmundur er fæddur 14. marz 1904 í Arnkötlu- dal í Strandasýslu. Hann lauk kennaraprófi 1925. Kennari varð hann við Miðbæjarskólann íReykja- vík 1929, en fastur æfinga- kennari við Kennaraskól- ann 1947. Hann hefur lengi haft á hendi eftirlit með skriftarkennslu í Mið- bæjarskólanum og verið helzti forystumaður um skriftarkennslu í landinu um langt skeið, gefið út margt verkefna og leið- beininga í þeirri grein. Guðmundur er mikill skapfestumaður og óvenjustarf- hæfur. Hann gerir strangar kröfur til sín í starfi og slakar aldrei á þeim, hefur búið sig rækilega undir það, aflað sér gagna og fyrirmynda af kostgæfni og hagnýtt þetta sér af persónulegu sjálfstæði. Það þarf aldrei að ganga í verk Guðmundar í. Guðjónssonar. Þau verða varla bet- ur unnin af öðrum. Guðmundur hefur um margra ára bil átt sæti í stjórn Samb. ísl. barnakennara og gegnt þar ritarastörfum. Á. H.

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.