Menntamál - 01.03.1954, Page 17

Menntamál - 01.03.1954, Page 17
MENNTAMÁL 11 löngum fyrirvara og tilkynnt væntanlegum þátttakend- um, og höfðu þeir látið í ljós óskir sínar um, hvaða mál- efni þeir kysu helzt að ræða. Var farið að óskum þeirra, eftir því sem tök voru, en misjöfn málakunnátta olli þar einkum erfiðleikum. Vinnubrögð öll voru auðveldari og hagkvæmari vegna undirbúnings þessa. Ánægjulegt var það, að flestir ef ekki allir þátttakend- ur skildu, að ekki er unnt að setja algildar reglur um upp- eldis- og skólamál, heldur verður jafnan að virða aðstæð- ur á hverjum stað og tíma. Fyrir þessar sakir var sam- vinna öll ágæt og viðræður hreinskilnislegar og hispurs- lausar. Þykir mér trúlegt, að í því efni gæti vænlegra framfara um hegðun á alþjóðasamkundum, frá því, sem verið hefur, en þar hafa menn stundum átt erfitt með að virða sannleikann og sérkenni þjóða vegna hræðslu við að verða ekki sammála í öllum greinum. Nokkrar niðurstöður. Flestir gerðu sér grein fyrir því, að meira væri vert að kynnast sjónarmiðum og reynslu annarra en að komast að skjótfengnum niðurstöðum. Það, sem hér verður talið, ber því ekki að skilja svo, að það sé einhuga álit allra fundarmanna, en um flest þessi atriði mun þó meirihluti hafa verið á einu máli. Þess ber einnig að gæta, að frá- sögnin er mörkuð af tvenns konar úrvali, fvrst úrvali hvers flokksritara og síðan úrvali mínu. 1. Val kennaraefna. Kennaraefni þarf að hafa góða greind og góða skapgerð, en þetta eru svo sjálfsögð atriði, að ekki þótti þörf að ræða þau. Miklu skiptir, að kennari hafi öðlazt þann þroska og þá lífsreynslu almennt, að hann geri sér sjálfstæða grein fyrir atvinnuvali sínu. Fyrir þessar sakir var lögð rík áherzla á það, að varhugavert væri, er mjög ungt fólk stundaði kennaranám, (nema því aðeins, að það nám auðveldaði jafnframt leið að öðru lífsstarfi).

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.