Menntamál - 01.03.1954, Blaðsíða 39

Menntamál - 01.03.1954, Blaðsíða 39
MENNTAMÁL 33 FRIÐRIK HJARTAR slcólastjóri; Orgel meS færanlegu hljómborði Þar sem ég hygg, að orgel með færanlegu hljómborði séu lítt þekkt hérlendis, vil ég biðja „Menntamál"' um rúm fyrir eftirfar- andi smágrein varðandi þessi hljóðfæri. Höfuðkostur þeirra er, að leika rná á sömu nóturnnr í 5—10 mismun- andi tóntegundum. Vilji menn hækka lag (allar raddir) eða lækka, er tekið undir smátyppi, sem eru neðan við sjálfar nóturnar, nótna- borðinu lyft lítils liáttar, og það síðan fært til hægri eða vinstri að vild, eftir því, hvort menn vilja hækka lagið eða lækka. Þelta má gern með einu handtaki. Minnsta hækkun eða lækkun er lítið tónbil, en hækka má eða lækka um fleiri tónbil, ef vill. Hver maður, sem eitt- livað kann að leika á orgel, getur gert þetta undirbúningslaust. Smá- vísir er annað hvort í nótunni einstr. c eða einstr. a á hljómborðinu, og þegar vísirinn bendir á santa bókstaf á nótnalistunum, eru tónar org- elsins í „normal" hæð. Borðið fellur í skorður við hvert lítið tón- bil. Fremur fáir hérlendir menn munu vera færir um að flytja lög milli tóntegunda, án þess að „skrifa þau um.“ Orgel með færanlegu hljómborði (Transpositeur) spara þá fyrirhöfn algerlega. Má á svip- stundu færa borðið til, svo að lögin verði um tónhæð við þeirra hæfi, sem eiga að syngja þau. — Þessi orgeltegund er því sérstaklega liag- kvæm íyrir kirkjur og skóla, ekki sízt barnaskóla, þar sem raddhæð barnanna er oft takmiirkuð, en nijög nauðsynlegt er, að þau (börnin) séu ekki ofreynd. — Þann 14. desember 1946 brann „Gamli skólinn" á Akranesi. Þar brann orgel skólans. Hefur síðan orðið að leigja orgel til notkunar við söngkennslu barnanna. Ég var strax ráðinn í því að fá handa skólanum, ef unnt væri, orgel með færanlegu hljómborði (eða nótna- borði). Ræddi ég það við fræðsluráð og forráðamenn bæjarins. Sam- þykktu þeir þetta, og kann ég þeini miklar þakkir fyrir. — Orgelið fengum við svo í haust. Það er I.indholm-orgel og hefur 3 gegnumgangandi rnddir, 1 grunn- rödd 8’, 1 rödd 4’ og eina rödd 2’. Heildarhljómar þcss eru óvenjulega bjartir og þróttmiklir. Hljómblærinn í lieild líkist meira pípuorgels- hljómum en títt er um venjuleg harmonium. —

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.