Kirkjuritið - 01.10.1968, Síða 31

Kirkjuritið - 01.10.1968, Síða 31
tiIRKJUIUTlÐ 397 anna til þess a3 liið góða í heiminum megi sín meir. Henri Bergson talaði um liið skapandi afl, sem lýsti sér í framför- inn. Bent er á þær tilgátur vísindanna, sem tali unt „alheims meðvitundina“, sem útskýra eigi tilveruna. Heimspekingar liafa og sett fram sín sjónarmið, sem of langt vrði upp að telja. Síðan er spurt. Hvenær hafa veriö mynduð skipulögð trú- félög með nákvæmum lielgisiðum og skoðunum þessara mairna að hakhjarli? Hvers eiga þeir að gjalda, sem fyrir utan standa? Getum við sagt, að þeir fljóti sofandi að feigðarósi, andlega séð? Svarið lilýtur að verða neitandi. Trú þeirra virðist að vísu feikul, veldur þeim lieilabrotum, e. t. v. kvíða og öryggisleysi Undir niðri, svipað og kemur frarn í eftirfarandi samtali tveggja ungra drengja, sem ég varð álieyrandi að fyrir skömmu: „Þegar mamma mín deyr fer hún til liimna og þegar ég dey fæ ég að sjá hana þar,“ segir Gísli. „Ertu nú alveg viss um það?“ segir Bjöm. „Já, því þegar ég dey kemur engill niður til mín. Og þegar engillinn snertir vanga minn með vængjunum sínum fer ég til liimna og hitti mömmu mína þar; svarar Gísli. „Heldurðu að það sé alveg öruggt?“ segir þá Björn. „Ja-a-a-, ég er kannski ekki alveg viss,“ segir Gísli, en bætir við eftir stutta þögn: „En ég trúi því.“ Hvað nú um allar þær miljónir, sem fyrir utan standa og Ueita að trúa eins og Gísli? Eiga þær ekkert sameiginlegt >neð þeim, sem telja sig rétttrúaða og skráðir eru innan kirkju? Raunverulega er þarna um að ræða atriði, sem kristin kirkja °g trúarbrögðin í lieild rnega sjálfum sér um kenna. Þar hef- Ur ríkt skortur á einhug og samlieldni. Fordónmm og lieimsku- legri útskúfun er beitt. Tiltölulega fáir útvaldir fá aðgang. Þess vegna eru þeir svo margir, sem álíta að þeir geti á eigin sPýtur nálgast Guð, án milligöngú klerks eða trúfélags. Þeir eiga þá háleitu trú, að sérliver sé ábyrgur gjörða sinna og livernig liann hugsi og lifi lífinu. Þeir finna enga þörf fyrir ytri helgisiði eða sýndarmennsku til að gera þá dyggðum Prýddar persónur. Þeir leitast við að lifa göfugu lífi vegna

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.