Hlín - 01.01.1922, Side 12

Hlín - 01.01.1922, Side 12
% 10 Hliti miði sínu hugðist fjelagið að ná með því að kosta þar til hæfa stúlku til að læra hjúkrunarstörf. Fyrsta árið komst þetta þó eigi í framkvæmd, og það eina sem fjelagið gat starfað það árið var að skjóta saman gjöfum: fötum, matvælum og peningum og færa það fátækum fyrir jólin, og þeim sið hefir verið haldið síðan. *> Árið 1916 var sent hjúkrunarkonuefni til Akureyrar- sjúkrahúss, til að nema hjúkrun, og tók hún til starfa í fjelaginu um áramót 1916 — 17 og hafði þann starfa í 3 ár. Nú er ný hjúkrunarkona fengin. Fjelagið veitir ókeypis hjúkrun á öllum fátækari heimilum. Peninga hefir fjelagið látið af mörkum í ýmsum sjúk- dómstilfellum og nema gjöld þess árlega að meðaltali kr. 300.00. Auk þess'hefir fjelagið síðastliðið ár gefið Akureyrarsjúkrahúsi 15 ullarábreiður. Síðastliðinn vetur gekst fjelagið fyrir því að handa- vinnunámsskeið fyrir ungar stúlkur (kvenfatasaumur o. fl.) var haldið á Dalvík, sóttu það 10 stúlkur. Á ársskemtun fjelagsins hafa konur oft haft með sjer heimagerða muni, þeir voru fyrst hafðir til sýnis og svo seldir á samkomunni og andvirðið látið ganga í fjelags- sjóð. í Sambandsfjelag norðlenskra kvenna gekk fjelagið ár- ið 1920. Fjelagatala hefir aukist úr 30 upp i 60. Árstillag er nú 2.00 kr. — Sjóð hefir fjelagið myndað af tekjuafgangin- um og er hann nú nokkuð á 3. þús. krónur. Pað er ljóst af því sem að framan er skrað, að iðgjöld fjelagsins hefðu hrokkið skamt til að standast þann kostnað, sem það hefur haft og til að mynda sjóð þann, sem fyrir er, enda er mikill meiri hluti þeirra peninga, er fjelagið hefur haft og hefur, fengin með frjálsum sam- skotum meðal fjelagskvenna og með því að halda að minsta kosti eina skemtisamkomu árlega. Ennfremur hafa ein-

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.