Hlín - 01.01.1922, Page 20

Hlín - 01.01.1922, Page 20
18 Htín Flestir mundu fyrst og fremst framleiða til eigin þarfa, það er ísléndingum tamast, og framan af yrði það eink- um eldra fólkið, sem ynni að framleiðslunni, en nærri má geta að útsölurnar mundu fúslega veita viðtöku til sölu vel gerðum heima-unnum munum. — Ætti al- menningur að eiga greiðan gang að leiðbeiningum um hverskonar heimilisiðnaðarmál hjá þeim mönnum, sem að þessum málum vinna fyrir hönd ríkisins, eins og þeir ættu að hafa hönd í bagga með framleiðendum um gerð á söluvarningi og athuga, hvað einkum vantaði á mark- aðinn. — Verslunin ætti fyrst framan af aðallega að vera innanlands, þvi tæpast er við að búast, að það samræmi komist á framleiðsluna þegar í stað, að varan verði boð- leg á útlendum markaði. Kunnáttan, sem bygt er á, er sundurleit og í molum. Pótt greiður gangur að hentugum áhöidum og efni og leiðbeiningar um framleiðslu og sölu bætti mikið úr ástandinu, sem nú er og yki og bætti vinnubrögðin í landinu, þá má þó ekki gera sjer von um gagngerðar breyt- ingar til batnaðar eða stórstígar framfarir í vinnubrögðun- um fyr en handavinnu- og heimilisiðnaðar-frœðslan nær til allra landsmanna, fræðsla bygð á heilbrigðum grund- velli, með skipulegu og stefnuföstu fyrirkomulagi. F*egar talað er um fræðslu í þessum greinum, þá er eðlilegt og sjálfsagt að byrja á börnunum, þvi: Smekk- urinn sá, sem kemst í ker, keiminn lengi eftir ber, og: Hvað ungur nemur gamall fremur. Pví þurfa þeir, sem vilja bæta vinnubrögðin í landinu og eyða seinlætinu, að taka höndum saman og vera einhuga um að koma handavinnufræðslu sem skyldunámsgrein inn í alla barna- skóla landsins og öll fræðsluhjeruð, skynsamlegri stefnu- fastri fræðslu við alþýðu hæfi í þeim störfum, sem dag- lega lífið útheimtir. Margir telja heimilunum skylt að veita þessa almennu verklegu fræðslu, en reynslan hefir sýnt að sú fræðsla, y

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.