Hlín - 01.01.1922, Side 29

Hlín - 01.01.1922, Side 29
Hlln 27 aðal næringarefni jurtanna, en af henni er tiltölulega Utið i húsdýra-áburði. Sjeu grasfletir í garðinum, sem er fallegast, eru þeir hreinsaðir snemma á vorin með garðhrífu, grasfræi sáð i kalbletti, vökvað vel, og bletturinn ausinn með fínmöluð- um áburði. í grasflötunum fer vel að hafa blómabeð einæru-jurtanna eða sumarblómanna. Beðin eru fegurst með einföldu sniði.spoibaugótt, kringlótt, eða þá beinar ræmur, eftir því hvernig grasflöturinn er í lögun, beðin eru látin vera lítið eitt hærri en umhverfið. í moldina er blandað áburði, og beðið stungið upp með skóflu og rakað sljett. Síðan eru gjörðar þar rásir með hæfilegu millibili, eftir því, hvort plönturnar eru stórar eða smáar, sem eiga að standa þar. Mörgum tegundum blómjurta má sá úti hjer á Norðurlandi, best er að sá þeim þjett, þær hafa með þvi móti skjól hver af annari og verða fallegri. Einærum plöntum er einnig sáð í vermireiti og kassa inni snemma á vorin, þeim er svo piantað út í garðinn, þegar þær eru hæfiléga stórar og hlýindi eru komin í veðrið. , Pegar búið er að stinga upp og hrifa, sá og planta i skrúðgarðinum, eru göturnar hreinsaðar. Oraskantar, sem að þeim liggja, skornir eða höggnir, illgresi skafið úr götunum og ruslinu rakað saman og það borið burt. Siðast er borinn fínn sandur í göturnar. — Skrúðgarðar eiga að vera þrifalega umgengnir. Alt sem þar er unnið, á að vera vel og smekklega af hendi leyst, annars er hætt við að þeir eigi ekki skilið svo fallegt nafn, og nái ekki á neinn hátt tilgangi sínum, sem er að vera héimilismönnum til yndisauka, glæða hjá þeim feg- urðartilfinningu og koma þeim í nánara kynni við eitt af dásemdarverkum skaparans, plönturnar. Pegar menn eru farnir að kynnast plöntunum, skilja þær og vita hvaða kröfur þær gera til lífsins, og hvernig hægt er að fullnægja þeim, þá ge'ta þeir hjálpað þeim ótrúlega mikið

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.