Morgunn


Morgunn - 01.12.1941, Page 24

Morgunn - 01.12.1941, Page 24
122 M 0 R G U N N miður eru eðlileg eða afsakanleg heldur en þessi, sem nú hafa verið nefnd. Og með því að vísindi og rannsóknir hafa varpað ljósi á sjálfan dauðann, má víkja á bug þessum óeðlilegu og þarflausu ástæðum til þess, að kviðið sé komu hans. Mörgum hættir enn til að líta á dauðann sem laun synd- arinnar, og þannig í vissum skilningi sem bölvun. Séu þeir kristnir, trúa þeir því, að Kristur hafi breytt bölvun- inni í blessun, en ekki er það þó sjaldgæft, að eigi að síður loði við óljós grunur um það, að samt sem áður sé dauð- inn þó refsing fyrir syndina. Nú er það svo, að Kristur kom til að opinbera sannleikann. Frammi fyrir Pílatusi lýsti hann yfir því, að þetta væri hlutverk sitt, og læri- sveinn hans sagði, að hann hefði „leitt í ljós lífið og ódauðleikann“ með fagnaðarerindi sínu. Hann gerði ekki manninn ódauðlegan. Hann opinberaði guðleg sannindi, sem voru og eru ævarandi; svo að þegar hann „afmáði dauðann“, gerði hann ekki annað en að sýna dauðann eins ocj hann hefir ávallt verið í vitund og vilja guðs. Dauðinn var aldrei bölvún guðs, heldur hugsaði maður- inn sér hann þannig, Og í huga hans varð hann því að bölvun. Það er sektarvitund mannsins, sem litaði skoðun hans á dauðanum. Hverskonar hugmynd um bölvun í sambandi við dauðann, er ekki veruleikinn sjálfur, heldur mannleg ímyndun. Sú hugmynd stafar að nokkru leyti af vanþekkingu, en að nokkru leyti af syndinni. Syndin er andlegur dauði, og meðvitundin um hana skapar í mann- inum ótta, einkum um það, er lýtur að andlega heiminum og hinu ókunna. Vísindin hafa fært sönnur á það, að líkamlegur dauði tilheyrði viðburðarás heimsins löngu áður en maðurinn var til á jörðinni. Eins og lífeðlisfræðingum er kunnugt, er það hvorugt, að dauðinn sé gagnstæður hinu guðlega áformi né heldur, að hann sé sjálfsagður fylgifiskur lífs- ins. Fyrir því, hvað satt er í þessu máli, er ljós greinar- gerð í bók nokkurri eftir Newman Smyth, er nefndist
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.