Morgunn


Morgunn - 01.12.1941, Side 32

Morgunn - 01.12.1941, Side 32
130 MORGUNN Eftir að heimili mitt hafði orðið fyrir sprengju í loft- árás, í okt. 1940, fluttist ég í gistihús, sem er í nágrenn- inu. Minn ósýnilegi vinur var ekki ánægður með dvalar- stað minn. Hvað eftir annað, kvölds og morgna, kom þessi aðvörun til mín: „Þú skalt ekki dvelja lengi hér“. Ég tók ekki mark á aðvöruninni. Var nú vinur minn að verða taugaveiklaður? Og hver var auk þess þessi rödd? Var þetta nokkuð annað en að ég var að tala við sjálfa mig? Skynsemi mín var óbrjáluð enn, og ég var, sem bet- ur fór, manneskja til að sjá fótum mínum forráð! En þá heyrði ég röddina tala til mín aftur: „Þú hefir verið aðvöruð og gerðu nú það, sem þér sýnist“. Næturnar voru voðalegar um þetta leyti. Um kvöldið 15. okt., stóð ég við rúmið mitt og var á báðum áttum hvort ég ætti að hátta. Ég var að spyrja sjálfa mig hvort ráðlegt væri að fara úr fötunum þessa nótt. Þá kom til mín gamla hugþekka röddin. „Háttaðu og farðu úr fötunum eins og venjulega, í þetta sinn skulum við sjá um þig“. Samt gat ég ekki ákveðið mig, og þá kom röddin aftur: „Getur þú ekki treyst okkur? Hlustaðu ekki á byssurnar. Sofðu. Við skulum vekja þig, þegar með þarf“. Enn þá var ég hikandi við að fara úr fötunum, og enn sagði röddin við mig: „Það verður séð um þig í nótt. Sýndu nú trú þína“. Þessi síðustu orð riðu baggamuninn. Ég lagðist róleg til svefns og svaf í nokkrar klukkustundir. Þegar ég vakn- aði, var allt með kyrrum kjörum. Hvað mundi vera fram orðið? spurði ég sjálfa mig. Sennilega mundi innan stund- ar verða komið með morgun-teið mitt. Þá talaði röddin einu sinni enn: „Farðu á fætur og klæddu þig! Ég leit á klukkuna og sá, að hún var hálf eitt. Hvaða vitleysa! sagði ég við sjálfa mig og sneri mér til veggjar. „Farðu á fæt- ur og klæddu þig! Farðu á fætur og klæddu þig!“ var sagt við mig. Ég hreyfði mig ekki fyrr en mér var blátt áfram ómögu- legt annað. Hversvegna átti ég að vera að klæða mig?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.