Morgunn


Morgunn - 01.06.1976, Page 25

Morgunn - 01.06.1976, Page 25
SVO SEM MAÐURINN SÁIR . . . 23 þeirra, þótt þeir líti á endurholdgun sem vísindalegan og trú- arlegan möguleika. Að vísu kunna sumar hugmyndir kristilegrar guðfræði í fljótu bragði virðast ganga i berhögg við hugmyndina um endurholdgun. Þannig mundi kenningin um upprisu hinna dauðu og dómsdag til dæmis í augum bókstafstrúarmanna virðast í beinni mótsetningu við endurholdgun. En er nú ekki hugsanlegt að „upprísa dauðra“ og „dómsdagur“ hafi átt að skiljast á táknrænan hátt fremur en bókstaflega? Cayce fannst þessi svör umhugsunarverð og drógu þau tals- vert úr þeirri ringulreið sem komst á hugsanir hans, þegar honum fannst að hans eigin dularöfl gengju i berhögg við barnatrú hans. En nú risu ný andmæli upp í hug hans, og að þessu sinni vísindalegs eðlis. Hvað um hina miklu mann- f jölgun í heiminum til dæmis? Samræmist hún hugmyndinni um það, að allar sálir hafi verið áður á jörðinni? Hvaðan kom viðbótin? öll fjölskylda Cayces, ásamt þeim Gladys Davis, Lammers og Linden Shroyer, myndaði nú umræðuhóp þar sem rætt var af miklu fjöri um þessar spurningar. Þegar þau rak i vörðurnar í umræðunum, þá leituðu þau svara í sjálfum dá- lestrunum. Og þegar svör þeirra reyndust alltof ótrúleg var leitað til bóka í bókasöfnum borgarinnar. Hvað snerti svar við spurningunni um mannfjölgunina, þá fundu þau það án mikillar fyrírhafnar. Þannig hélt einhver því fram, að það væri engan veginn vist að mannfjölgun hefði átt sér stað. I mörgum dálestrunum var minnst á horfnar siðmenningar í Egyptalandi og Atlantis. Fornar rústir í Kam- bódíu, Mexikó, Egyptalandi og Austurlöndum staðfesta, að miklar siðmenningar hafi eitt sinn blómgast, þar sem nú eru auðnir og eyðimerkur. Það er þvi hugsanlegt, að miklar öldur mannfjölda hafi risið og sigið einhvem tima í rökkrí sögunn- ar, án þess að tala sálna í alheiminum hafi við það nokkuð breyst. Hinn ósýnilegi heimur kann að hýsa miljónir sálna á tímum, þegar skilyrðin fyrir jarðvist þeirra eru óheppileg. Þetta virtust Cayce nægilega skynsamlegar skýringar, enda
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.