Fréttablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 2
1. júlí 2011 FÖSTUDAGUR2 FÓLK „Það hafa stundum verið sett- ar upp þrautir, nokkrar holur, sem hafa verið uppi í nokkra daga, en þetta er fyrsti átján holu völlur- inn,“ segir Sveinbjörn Ásgrímsson hjá Ölfus sporti. Fyrirtækið hefur opnað í Þorlákshöfn fyrsta fótbolta- golfvöllinn á landinu. Fótboltagolf hefur verið stund- að í einhverjum mæli hér á landi í nokkur ár, en hefur ekki farið mjög hátt. „Fólk er hægt og rólega að heyra af þessu og þetta vekur alltaf töluverða forvitni. Þetta er afþrey- ing sem allir geta tekið þátt í. Við höfum verið að leyfa fólki að prófa og fáum alltaf jákvæð viðbrögð að leik loknum. Ég hef farið með fólk á öllum aldri, vana og óvana spark- ara, og þessir óvönu geta þetta líka.“ Sveinbjörn segir þetta eins og á venjulegum golfvelli, brautir séu frá 35 metrum og upp í rúma 100 metra á lengd. „Þær eru par þrír til par fimm. Það eru skilti við hvern teig þar sem stendur hvað brautin er löng og hvað parið er á henni. Svo er teikning af brautinni, en það þarf ýmist að sparka í gegnum eitthvað eða fram hjá einhverju. Svo spila leikmenn bara brautina, telja spörk- in og skrá á skorkort. Svo erum við með hlið á öllum brautum sem bolt- inn þarf að fara í gegnum. Ef fólk sparkar fram hjá hliðinu þarf að fara til baka, sem er ekkert sérstak- lega gaman.“ Fótboltaþjálfarar hafa sýnt nýja vellinum áhuga að sögn Svein- björns, enda hefur tíðkast að íþrótt- in sé notuð til að brjóta upp æfingar. „En þetta er ekkert bara fyrir fót- boltafólk. Þetta er hugsað sem við- bót við afþreyinguna hér á staðnum. Fótboltagolfið er eitthvað sem hægt er að grípa í. Við ætlum að reyna að hafa völlinn opinn eins lengi og við getum í sumar. Þetta er náttúrulega ólíkt þægilegra en venjulegur golf- völlur, það þarf ekki eins mikið við- hald.“ thorunn@frettabladid.is Átján holu fótbolta- golfvöllur opnaður Ölfus sport hefur opnað fyrsta átján holu fótboltagolfvöll landsins í Þorlákshöfn. Þar er stundað vanalegt golf, nema hvað notaður er fótbolti. Ekki bara fyrir vana fótboltamenn heldur fólk á öllum aldri, segir forsvarsmaður vallarins. AF GOLFVELLINUM Fótboltagolfvöllurinn er skammt frá tjaldstæðinu í Þorlákshöfn og verður opinn í allt sumar. MYND/SVEINBJÖRN REYKJAVÍK Ófáir hafa orðið varir við samdrátt í slætti í landi Reykjavíkurborgar, en niðurskurðar- hnífurinn hefur borið niður þar eins og víða annars staðar í kreppunni. Umferðareyjar og spildur víða í borginni þykja heldur loðnar, enda er slegið sjaldn- ar núna en fyrir hrun. Guðrún Hilmisdóttir hjá framkvæmda- og eigna- sviði borgarinnar segir viðmiðið að slá allt borgar- landið þrisvar sinnum í sumar. Á því séu þó undan- tekningar, en reynt sé að halda sig við það mark. Óhægt er um vik með samanburð frá því fyrir hrun, en þá var slegið mismunandi oft á svæðum eftir þörfum. Við stofnbrautir og fjölfarin svæði var slegið fimm sinnum að sumri, en nú aðeins þrisvar, líkt og áður segir. Vegagerðin hefur umsjón með þjóðvegum í þétt- býli. Hún sagði upp viðhaldssamningum við sveitar- félögin í vor og sér því um grasslátt meðfram þeim núna. Til þeirra heyra Kringlumýrarbraut, Mikla- braut og Sæbraut, svo dæmi séu tekin. Sláttur þar fer þó í sameiginlegt útboð með öðrum svæðum í borginni. Guðrún segir ekkert launungarmál að samdrátt- ur hafi orðið í slættinum. „Það er slegið minna en áður, farnar færri umferðir. Það hefur verið árlegur niðurskurður í slættinum frá hruninu og þetta eru viðbrögð við þeim niðurskurðarkröfum sem á okkur voru settar.“ - kóp Fjármunir til sláttar opinna svæða í Reykjavík skornir verulega niður: Borgarlandið óvenjulega loðið MINNI SLÁTTUR Margir hafa tekið eftir því að sjaldnar er slegið í borgarlandinu nú en áður. Víða er að sjá sem kargaþýfi sé á túnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON pizza með beikoni, klettasalati og rjómaosti Nýmalaður pipar og ólífu olía fullkomna pi zzuna ATH! ATH! Farðu inn á gottimatinn.is til að fá alla uppskriftina og hugmyndir að fleiri girnilegum réttum. Fólk er hægt og rólega að heyra af þessu og þetta vekur alltaf töluverða forvitni. Þetta er afþreying sem allir geta tekið þátt í. SVEINBJÖRN ÁSGRÍMSSON HJÁ ÖLFUS SPORTI Kristinn, þú óttast ekkert að síðasta mark hafi verið þinn svanasöngur? „Nei, alls ekki. Ég er lélegur söngvari þannig að það er óþarfi að hafa áhyggjur af því.“ Kristinn Steindórsson er markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar. Hann hefur fagnað mörkum sínum með fagnaðar- látum sem nefnast svanurinn. JAFNRÉTTISMÁL Nýju átaki Nei hreyfingarinnar gegn kynbundnu ofbeldi hefur verið hrundið af stað með veggspjaldaherferð. Hreyf- ingin vill vekja karla til vitundar um kynferðis- brot. „Það er mikilvægt að benda á að það er aðeins einn ábyrgur fyrir kyn- ferðisbrotum – það er sá sem beitir ofbeldinu,“ segir Finn- borg Salóme Steinþórsdótt- ir, talskona hreyfingarinnar. Nei hreyfingin hófst sem átak í kringum útihátíð- ir árið 2003. Karlmenn hafa verið í forsvari, en nú er áhersla lögð á að virkja bæði kynin. Átakið mun standa lengur en áður. „Það mun standa alveg fram á haust, því þá ætlum við að afhenda öllum grunn- og framhaldsskólum annað vegg- spjald, 10 atriði til að fyrirbyggja nauðgun.“ - þeb Gegn kynferðisbrotum: Karlar beiti sér líka gegn nauðgunum VEGGSPJALDIÐ Finnborg segir að hópurinn hafi fengið góð viðbrögð við veggspjaldinu. DÓMSMÁL Haukur Þór Haraldsson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landsbankans, var í gær dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt. Hann var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa millifært rúmar 118 milljónir króna af reikningi félags í eigu Landsbankans inn á eigin reikninga 8. og 9. október 2008. Haukur var prókúru- hafi fyrir félagið, sem var skráð á Ermar- sundseyjunni Guernsey, en í málsvörn sinni sagðist hann hafa millifært fjármunina þar sem honum þótti líklegt að eignir erlendra félaga myndu brenna upp hér á landi. Hann hafi því viljað koma fénu í öruggt skjól á íslenskum reikningi í eigu Íslendings. Dómurinn tiltekur allnokkur atriði sem sögð eru renna stoðum undir þann ásetning Hauks að millifæra fjármunina í auðgunar- skyni. Meðal annars hefði honum átt að vera ljóst að eignir Landsbankans hefðu verið fluttar yfir í Nýja Landsbankann skömmu eftir hrun, auk þess hefði hann ekki látið yfirmenn sína vita af þessari ráðstöfun og loks hefði hann ekki bakfært upphæðina sjö vikum síðar þegar skilanefnd bankans spurðist fyrir um millifærsluna. Haukur þarf einnig að greiða verjanda sínum, Gesti Jónssyni, ríflega fjórar millj- ónir króna, en Gestur sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að málinu yrði áfrýjað. - þj Landsbankamaður dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa millifært 118 milljónir á eigin reikning: Enginn vafi talinn á ásetningi Hauks Þórs TVEGGJA ÁRA DÓMUR Haukur Þór Haraldsson, sem er til vinstri á myndinni, var fundinn sekur um að hafa dregið sér 118 milljónir króna af reikningi Landsbank- ans. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI EFNAHAGSMÁL Líkur eru á að pen- ingastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki stýrivexti fljótlega til að draga úr aukinni verðbólgu. Þetta kemur fram í greinargerð- um bankans til Árna Páls Árna- sonar, efnahags- og viðskiptaráð- herra, og ríkisstjórnarinnar. Í báðum greinargerðum kemur fram að verðbólga sé nú yfir markmiðum. Fram kemur í grein- argerðunum að þróunin skýrist af veikingu gengis krónunnar frá áramótum, gjaldskrárhækkun- um hins opinbera, svo sem vegna leikskólagjalda, og hækkunar vöruverðs á heimsmörkuðum. Dæmi er tekið af bensínverði, sem hækkað hefur um tuttugu prósent á einu ári. - jab Líkur á hærri stýrivöxtum hér: Verðbólga langt yfir mörkum MÁR HORFIR TIL HIMINS Svo kann að fara að Seðlabankinn hækki stýrivexti fljótlega. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KJARAMÁL Samningar tókust milli Félags íslenskra atvinnuflug- manna og Icelandair í gærmorg- un og hefur yfirvinnubanni flug- manna því verið frestað. Talsverð röskun hefur orðið á flugi Icelandair frá því að aðgerð- ir flugmanna hófust síðastliðinn föstudag. Samningurinn verður í framhaldinu borinn undir flug- menn sem munu greiða atkvæði á næstunni. - þj Samið við flugmenn: Yfirvinnubanni frestað um sinn SJÁVARÚTVEGUR Á bilinu 960 til 970 skip og bátar voru á miðunum í veðurblíðunni kringum landið í gær, jafnt togarar sem strand- veiðiflotinn. Legið hefur í norðlægum áttum undanfarið og lítið hægt að sækja á miðin nema finna sér skjól fyrir leiðindaveðri. Því sáu margir sér færi til að fara út í gær, sam- kvæmt upplýsingum frá Land- helgisgæslunni og Vaktstöð sigl- inga sem hafði mikið að gera. Gert er ráð fyrir öllu minna álagi í dag. - jab Margir sóttu miðin í blíðunni: Þúsund bátar fór á haf út SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.