Fréttablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 28
4 föstudagur 1. júlí Urður Hákonar- dóttir, söngkona dans- sveitarinnar GusGus, er vinsælasta söngkona landsins um þessar mundir. Viðtal: Sara McMahon Ljósmyndir: Valgarður Gíslason S öngkonan Urður Há- k o n a rd ó t t i r s l e i t barnsskónum í Vestur- bænum, ef frá er talin stutt dvöl á Ólafsvík og í Svíþjóð, og segist líta á sig sem Vesturbæing. Hún var að- eins þriggja ára gömul þegar hún ákvað að verða söngkona er hún yrði stór og mörgum árum síðar gekk hún til liðs við danssveitina GusGus og sló í gegn með grípandi laglínum og sinni einstöku söng- rödd. Urður gekk í raðir GusGus árið 2000, þá tvítug að aldri. „Ég kann- aðist aðeins við Stebba Steph og Magga Legó og vildi fá þá til að vinna tónlist með mér. Eitt leiddi af öðru og áður en ég vissi af var ég orðin meðlimur í sveitinni. Mér finnst ótrúlega gaman að vinna með þessum strákum, enda ákvað ég að byrja aftur eftir þriggja ára hlé. Við vinnum mjög vel saman og náum alltaf að komast að ein- hverju samkomulagi þrátt fyrir ólíkar skoðanir.“ Vinsældir GusGus ná langt út fyrir landsteinana og hefur Urður ferðast víða um heim með sveit- inni. Á lengri tónleikaferðum tók hún alltaf eina vinkonu sína með fyrir félagsskapinn því það tók stundum á taugarnar að vera eina stúlkan í hópi stráka. „Það gat verið erfitt að vera svona mikið saman í langan tíma og stundum gat verið erfitt að vera eina stelp- an í hópnum. Ein besta vinkona mín byrjaði að koma með okkur á túrana og varð eiginlega ómiss- andi hluti af GusGus-fjölskyld- unni. Við erum svolítið eins og ein stór fjölskylda þegar við ferð- umst saman. Annars finnst mér mjög gaman að túra og það var eitt af því sem ég saknaði mest frá tímanum með GusGus. Við ferðuðumst mikið um Austur-Evrópu og það kom fyrir að við þurftum að múta fólki til að komast í gegnum landamær- in með græjurnar okkar. Ég varð heilluð af austantjaldslöndunum; fólkið þar er yndislegt og sagan alveg mögnuð og ég mæli hiklaust með því að Íslendingar heimsæki þessi lönd. Einu sinni keyrðum við í gegnum Svartfjallaland og ég held það sé eitt fallegasta land sem ég hef heimsótt.” MINNA STRESS Á SVIÐINU Urður hefur verið viðloðandi tón- listarbransann í meira en ára- tug og því mætti ætla að hún sé orðin laus við allan sviðsskrekk en raunin er önnur. „Ég er alltaf svolítið stressuð áður en ég fer á svið. Ég held samt að það sé ágætt því þá leggur maður aðeins meira í sönginn. Ég varð alltaf rosalega stressuð fyrstu árin með GusGus en stressið hefur sem betur fer að- eins minnkað með árunum.“ Hljómsveitin gaf út sína átt- undu breiðskífu, Arabian Horse, í maí og hefur hún hlotið einróma lof gagnrýnenda og aðdáenda. Sveitin hélt tvenna útgáfutónleika á skemmtistaðnum NASA hinn 18. júní og var uppselt á báða tón- leikana. Óhætt er því að fullyrða að hljómsveitin sé ein sú vinsæl- asta á landinu um þessar mund- ir. Aðspurð segist Urður þó verða lítið vör við vinsældir sveitarinn- ar í sínu daglega lífi. „Ég finn ekk- ert fyrir því að fólk veiti mér ein- hverja sérstaka athygli, það var þá helst eftir tónleikana á NASA að fólk hrósaði manni fyrir frammi- stöðuna. Annars held ég ekki að fólk þekki mig úti á götu, í þau fáu skipti sem það gerist verð ég allt- af jafn hissa,“ segir hún og hlær. SEMUR LAGATEXTA Á ENSKU Eftir sjö ár með GusGus ákvað Urður árið 2007 að segja skilið við sveitina og einbeita sér að eigin tónlist. Undanfarið hefur hún unnið að efni fyrir sína fyrstu sólóplötu og gerir ráð fyrir að ljúka þeirri vinnu í lok sumars. Tónlistarmennirnir Biggi Veira og Friðfinnur Oculus hafa verið henni innan handar við gerð plötunnar. „Tónlistina sem ég er að gera mætti kannski flokka sem dansvæna popptónlist,“ út- skýrir hún. „Danstónlist er ein af uppáhaldstónlistarstefnum mínum en ég hlusta ekki bara á teknó heima hjá mér. Mig lang- aði bara að prófa að semja eigin tónlist og ekki þurfa að gera nein- ar málamiðlanir. Öll vinna hefur gengið mjög vel og platan er nán- ast tilbúin. Ég er komin með út- gefanda í Bretlandi og ég á að skila plötunni af mér til hans í haust. Hann tekur síðan ákvörð- un um framhaldið,“ segir Urður og á þar við útgáfudag plötunn- ar og tónleikaferðalög sem gætu fylgt í kjölfarið. Urður semur alla textana sjálf og segir það stundum geta verið erfitt. Hún viðurkennir að sér þyki auðveldara að semja lagatexta á ensku og að hún eigi það til að of- ríma. „Ég reyni svolítið mikið að ríma,“ segir hún og skellir upp úr. „Mér finnst samt bæði auðveld- ara að semja texta á ensku og að syngja á ensku. Mér finnst mjög erfitt að syngja á íslensku.“ DÓTTIRIN KOM MEÐ NAFNIÐ MEÐ SÉR Urður á dótturina Kríu og fyllir sú stutta fimm ár í næstu viku. Urður segist kunna vel við móðurhlut- verkið og finnst það verða auð- veldara með hverju árinu. „Kría verður skemmtilegri og skemmti- legri með hverjum degi sem líður. Þetta verður líka mun auðveldara þegar börnin stækka og eru ekki lengur jafn háð manni og þau voru sem ungbörn. Þegar þau stækka er líka eins og maður fái sjálfstæði sitt aftur því maður er ekki alltaf með þennan litla afleggjara á sér. En þetta er allt mjög skemmtileg og við tvær erum voðalega góðar vinkonur. Bestu vinkonur,“ segir hún brosandi. Spurð út í Kríunafnið segir Urður að dóttirin hafi í raun valið það sjálf við fæðingu. „Mig minn- ir að nafnið hafi nú verið á nafna- listanum mínum en á meðgöng- unni blossaði upp í mér einhver brjálaður þjóðernisrembingur og mig langaði að skíra barnið Ís- land. En þar sem nafnið fékkst ekki samþykkt var ég ákveðin að skíra barnið Ísafold Eyja ef það yrði stelpa því það nafn kæm- ist næst Íslandsnafninu. Þegar hún svo fæddist hugsaði ég allt í einu með mér að þarna væri Kría komin, þannig að hún kom eigin- Mér finnst ótrúlega gaman að vinna með þessum strákum, enda ákvað ég að byrja aftur eftir þriggja ára hlé. SYNGUR HELST Á EN Fær söngkona Urður Hákonardóttir er ein vinsælasta söngkona landsins um þessar m GusGus í nær áratug. Mér finnst samt bæði auðveldara að semja texta á ensku og að syngja á ensku. Mér finnst mjög erfitt að syngja á íslensku.” FALSE LASH EFFECT FUSION & HÁMARKS LENGINGU SNILLDAR MASKARI SEM VEITIR HÁMARKS ÞYKKINGU - 100% DJÖRF AUGNHÁR! Útsölustaðir: HAGKAUP - Holtagörðum, Kringlunni, Skeifunni, Smáralind. Lyf og heilsa: Austurveri, Eiðistorgi, Kringlunni. Apótek Hafnarfjarðar, Árbæjar Apótek, Garðs Apótek, Lyfjaval Bílaapótek, Lyfjaver Suðurlandsbraut, Nana Hólagarði, Rima Apótek, Urðar Apótek. Landið: Lyf og Heilsa: Glerártorgi, Hrísalundi, Hveragerði og Vestmannaeyjum. KS Sauðarkróki. ÝRN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.