Fréttablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 6
1. júlí 2011 FÖSTUDAGUR6 Í RÍKINU Forvarnasjóður úthlutar nú í síðasta sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FORVARNIR Ríflega 72 milljónum hefur verið úthlutað úr Forvarna- sjóði til 102 verkefna. Alls bárust umsóknir um 167 verkefni. Tekjur sjóðsins fást með áfengisgjaldi. Árið 1996 var í fyrsta skipti úthlutað styrkjum úr sjóðnum og þetta er því í fimmtánda og jafn- framt síðasta sinn sem styrkjum er úthlutað. Við hlutverki For- varnasjóðs mun taka Lýðheilsu- sjóður sem verður í vörslu Land- læknisembættisins. Það er heilbrigðisráðherra sem úthlutar úr sjóðnum að fengnum tillögum áfengis- og vímuvarna- ráðs, sem metur umsóknirnar í samstarfi við Lýðheilsustöð. - shá Úthlutun úr Forvarnasjóði: 72 milljónir til 102 verkefna Þegar við gengum frá samningnum á sínum tíma lögðu þau meira að segja til að við keyptum fleiri auglýsingapláss. SIGURSTEINN MÁSSON TALSMAÐUR IFAW KJÖRKASSINN FERÐAÞJÓNUSTA „Sú fullyrðing að þau hafi ekki vitað af innihaldi aug- lýsinganna er hrein ósannindi og á ekki við nein rök að styðjast,“ segir Sigursteinn Másson, talsmaður dýraverndunarsamtakanna Inter- national Fund of Animal Wel fare (IFAW). „Þegar við gengum frá samningunum á sínum tíma lögðu þau meira að segja til að við keypt- um fleiri auglýsingapláss. Þetta er með þvílíkum ólíkindum.“ Hjördís Guðmundsdóttir, talsmað- ur Isavia, ítrekar að auglýsingar IFAW í Leifsstöð hefðu aldrei farið upp ef Isavia hefði vitað nákvæmt innihald þeirra. Auglýsingarnar hafa nú verið teknar niður. Aðspurð hvers vegna fyrirtækið hefði ekki sent IFAW formlega útskýringu á aðgerðum sínum, segist hún ekki vilja ræða það í fjölmiðlum. Hjördís sagði í Fréttablaðinu í gær að ástæða þess að auglýs- ingar IFAW hefðu farið upp væri að upphaflega hefðu þær verið án nokkurra skilaboða en svo hefðu samtökin breytt þeim án leyfis. Forsvarsmenn Leifsstöðvar hefðu aldrei fengið að sjá þær fullgerðar. Ákveðið hefði verið að taka skiltin niður eftir að IFAW breytti þeim. Sigursteinn segir þessar fullyrð- ingar rangar og mjög alvarlegt að Isavia beri óheilindi upp á samtök- in. „Þau hétu okkur og okkar lög- mönnum því að gefa út formlega, skriflega útskýringu, en ekkert slíkt hefur borist,“ segir hann. „Síðan er í fjölmiðlum vísað í siðareglur sem Isavia vill ekki birta.“ Að sögn Sigursteins var í mars gengið frá samningum um auglýs- ingar sem ættu að vera í formi upp- lýstra kassa sem héngju úr lofti. Þá hefði forsvarsmönnum Isavia strax verið gert ljóst að meginþemað væri „Hittið okkur – Ekki borða okkur,“ (e. „Meet us – Don‘t eat us“) og með því kæmu teikningar af hvölum. Hinum megin á kassana kæmi setn- ing á ensku: „Hvalir eru drepnir til að fæða ferðamenn. Ekki fara frá Íslandi með óbragð í munni.“ Í tölvupósti frá IFAW til Isavia, dags 11. mars síðastliðinn, sem Fréttablaðið hefur fengið að sjá, er megin inntak auglýsinganna útskýrt. Í svarbréfi, dagsett 15. mars, er IFAW tjáð að Isavia lítist vel á hugmyndina og best væri að koma auglýsingunum upp í land- gangi eða á níu fremstu skiltum. „Auðvitað þarf ekki að taka fram að löngu fyrir sumarið voru öll smáatriði komin á borðið,“ segir Sigursteinn, og bætir við að Isavia hafi ekki gert neinar athugasemd- ir við skiltin þegar þau voru komin upp. Í byrjun júní hafi fulltrúi Isavia gengið um rýmið með Clare Sterling, upplýsingafulltrúa IFAW, til að ganga úr skugga um að upp- setningin væri í lagi. „Það kom aldrei fram af hálfu Isavia að þessi tiltekna setning um að verið sé að drepa hvali væri vandamál,“ segir hann. „Þetta er ódýr eftiráskýring sem stenst ekki.“ sunna@frettabladid.is Ásaka Isavia um ósannindi Talsmaður IFAW segir rangt að Isavia hafi ekki þekkt innihald auglýsinga gegn hvalveiðum. Mörður Árna- son þingmaður hefur sent formlega fyrirspurn vegna málsins. Isavia gerði IFAW tilboð um fleiri auglýsingar. LEIFSSTÖÐ Í BYRJUN JÚNÍ Auglýsingar alþjóðlegu dýraverndarsamtakanna IFAW og Samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja fengu að hanga í Leifsstöð í þrjár vikur. MYND/IFAW METOPNUN Í SELÁ 2011 Einar P. Kjærnested með 78 sentimetra hæng í opnun Selár. MYND/SVANÞÓR EINARSSON VEIÐI Þegar um fjórar vikur eru liðnar frá því að fyrstu laxveiði- árnar opnuðu er ljóst að byrjun veiðitímans er mun lakari en í fyrra. Sumarið 2010 var þó sér- stakt hvað varðaði snemmgeng- inn lax. Í fyrradag voru 1.037 laxar komnir á land úr 25 viðmiðunar- ám Landssambands veiðifélaga. Í fyrra voru 2.477 laxar komnir á land á sama tíma. Árið 2006 höfðu veiðst 1.362 laxar á þessum tíma, 405 árið 2007, 1.298 árið 2008 og 1.261 árið 2009. Sumarið 2007 veiddust alls rúmlega 37.000 laxar úr viðmið- unaránum. Árið 2010 voru þeir 48.580. - shá Rúmlega þúsund laxar á land: Laxveiðin mun minni til þessa Stefnir í verkfall hjá Klafa Fundur Verkalýðsfélags Akraness og SA vegna starfsmanna hjá Klafa var árangurslaus í gær. Fyrirtækið sér um uppskipun og útskipun hjá Norður- áli og Járnblendinu á Grundartanga. Mikið ber í milli og hefur verkfall verið boðað 5. júlí, ef ekki semst. KJARAVIÐRÆÐUR STJÓRNSÝSLA Ögmundur Jónas- son innanríkisráðherra vill efla kynferðisbrotadeild lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu og gera hana ráðgefandi fyrir önnur embætti á landinu. Deildin muni ekki taka yfir rannsóknir heldur verða öðrum embættum til halds og trausts. Víðtækt samráð fjölmargra hagsmunaaðila fór af stað í haust um hvaða leiðir mætti fara til að laga brotalamir í meðferð kynferðisbrotamála. Ögmund- ur segir að þessi tillaga sé ein þeirra sem fæðst hafi í því sam- ráði . Bra g i Guðbrandsson, forstöðumaður Barnavernd- arstofu, hefur talað fyrir því að kynferðis- brotadeildin á höfuðborgar- svæðinu verði efld. „Lögreglan víðs vegar um land hefur stað- ið sig mjög vel í rannsókn slíkra mála, um það eru mörg dæmi. Það eru hins vegar veikleikar í þessu kerfi, á því leikur enginn vafi,“ segir Ögmundur. Hann nefnir því til sönnunar að deild- ir séu víða fámennar og eins geti nálægðin við málsaðila verið erfið. Ögmundur sér þetta fyrir sér sem lið í lengra ferli sem hæfist á forgangsröðun innan lögregl- unnar. „Það er hins vegar ekki nóg að breyta skipulagi ef ekki fylgir fjármagn með. Deildin er fámenn og henni er þröngur stakkur skorinn fjárhagslega. Það er nokkuð sem við verðum að laga.“ - kóp Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ráðleggi landsbyggðinni í kynferðisbrotamálum: Vill efla kynferðisbrotadeildina ÖGMUNDUR JÓNASSON AFGANISTAN, AP Fjölþjóðaherlið Atl- antshafsbandalagsins í Afganist- an sakar Haqqani-hópinn, herská samtök tengd Al Kaída-hreyfing- unni, um að hafa staðið að baki sjálfsvígsárásinni á hótel í Kabúl á mánudagskvöld. Haqqani-hópurinn er með höfuð- stöðvar í Pakistan og hefur fengið að vera þar að mestu í friði fyrir stjórnvöldum. Árásarmennirnir voru níu og létu þeir allir lífið, en að auki kostaði árásin ellefu manns lífið. Átökum lauk ekki fyrr en undir morgun á þriðjudag. - gb Árásin á hótel í Kabúl: Hreyfing tengd Al Kaída ábyrg SIGURSTEINN MÁSSON Mörður Árnason alþingismaður sendi Birni Óla Hauks- syni, forstjóra Isavia, opinbera fyrirspurn í gær vegna auglýsinganna sem fjarlægðar voru úr Leifsstöð. Á vefsvæði sínu á Eyjunni segir Mörður að fyrirspurnin sé til komin vegna óskýrra svara upplýsingafulltrúa Isavia í Fréttablaðinu í gær, þar sem hún neitaði að senda blaðinu siðareglur fyrirtækisins varðandi auglýsingar. Mörður vill fá að vita hvaða reglur gildi um auglýsing- ar sem Isavia selji í Leifsstöð, hver hafi tekið ákvörðun um að þessar auglýsingar brytu í bága við reglur og hvaða reglur, og í hvaða öðrum tilvikum Isavia hf. hafi rift samningum um auglýsingar í Leifsstöð. Svara er óskað sem fyrst. Þingmaður vill skýr svör frá Isavia MÖRÐUR ÁRNASON HJÖRDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR EFNAHAGSMÁL Líkur eru taldar á að Evrópski seðlabankinn hækki stýrivexti sína um 0,25 prósentustig á næsta vaxta- ákvörðunar- fundi sínum í næstu viku. Verði það raun- in fara stýri- vextir á evru- svæðinu í 1,5 prósent. Stýrivextir höfðu verið óbreyttir á evrusvæðinu þar til í apríl, þegar þeir fóru úr einu prósenti í 1,25 prósent. Jean-Claude Trichet, fráfar- andi seðlabankastjóri, ítrekaði í erindi sínu á Evrópuþinginu í Brussel í gær að aukin verð- bólga á evrusvæðinu gæti ógnað efnahagslegum stöðugleika. - jab Líkur á vaxtahækkun í Evrópu: Verðbólga ógn- ar stöðugleika JEAN CLAUDE- TRICHET BRETLAND, AP Um 750 þúsund opin- berir starfsmenn í Bretlandi lögðu niður vinnu í gær. Margir þeirra tóku þátt í mótmælaaðgerð- um í London og víðar um landið. Starfsemi lá meira eða minna niðri í skólum, hjá dómstólum, á skrifstofum skattstjóra og vinnu- miðlunum en allt ætti þetta að komast í samt lag aftur í dag, þegar vinna hefst að nýju. Breskir launþegar mótmæla niðurskurði í ríkisfjármálum, einkum fyrirhugaðri skerðingu lífeyrisbóta. Verkfallið í gær, sem stóð eein- ungis í einn dag, er aðeins hið fyrsta af mörgum sem bresk verkalýðsfélög hafa skipulagt í sumar. Verkfallsaðgerðunum verður öllum beint gegn aðhalds- aðgerðum samsteypustjórnar breska Íhaldsflokksins og Frjáls- lyndra, sem tók við kreppuvanda ríkisstjórnar Verkamannaflokks- ins eftir kosningar á síðasta ári. Helen Andres frá breska kenn- arasambandinu segir bresku stjórnina krefjast þess að kenn- arar greiði meira til ríkisins og vinni meira en fái minni laun. Hún segir David Cameron for- sætisráðherra hafa sakað kenn- ara um siðleysi með því að leggja niður kennslu en spyr á móti: „Hver er í raun siðlaus? „Þjófur- inn eða þeir sem reyna að stöðva þjófinn?“ - gb Skyndiverkfall og fjöldamótmæli kennara og opinberra starfsmanna í Bretlandi: Bretar mótmæla niðurskurði MANNFJÖLDI VIÐ ÞINGHÚSIÐ Í London komu þúsundir manna saman til að mótmæla skerðingu lífeyrisbóta. NORDICPHOTOS/AFP Finnst þér eldislax góður mat- fiskur? JÁ 46,7% NEI 53,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Finnst þér að sameinaðir skólar í Reykjavík eigi að fá ný nöfn? Segðu skoðun þína á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.