Fréttablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 46
1. júlí 2011 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is 7 Courtney Love gerði ljósmyndar- ann David LaChapelle brjálaðan fyrr í vikunni þegar hún stal bíln- um hans, samkvæmt dagblaðinu New York Post. Forsaga málsins er sú að Love og LaChapelle voru að skemmta sér saman á næturklúbbnum Soho House í New York þegar ljósmynd- arinn veitti Love afnot af bíl sínum og einkabílstjóra til að fara heim til leikstjórans Brett Ratner. Hún átti að sækja hann og saman ætl- uðu þau á sýningu LaChapelle í New York. LaChapelle ku hins vegar hafa sturlast þegar Love skilaði sér ekki og dvaldi heima hjá Ratner til morguns, á meðan einkabílstjórinn beið í bíl LaChapelle fyrir utan. Samkvæmt heimildarmanni The New York Post var LaChap- elle alveg brjálaður þegar hann var að reyna að ná í Love og bíl- stjóra sinn. Aðspurð um málið var Love hin rólegasta. „Við áttum að fara á þessa sýningu og ég fór á bíln- um hans,“ sagði hún. „En Brett [Ratner] vildi ekki fara fram úr rúminu þannig að við enduðum með að tala saman alla nóttina á meðan David [LaChapelle] beið í Soho House.“ Courtney Love stal bíl og bílstjóra VANDRÆÐAGEMLINGUR Courtney Love gerði ljósmyndarann David LaChapelle brjálaðan í vikunni. SVEFNHERBERGI eru í glæsivill- unni sem söngkonan Katy Perry og eiginmaður hennar, grínistinn Russ- ell Brand, flytja inn í á næstunni. Fredrik Kristján Jónsson klæðist íslenskri hönnun í bresku raunveruleikaþátt- unum Made in Chelsea. Hann er væntanlegur til Íslands síðar í mánuðinum. „Það er frábært að við fáum að gera aðra seríu og greinilegt að við trekkjum áhorfendur að,“ segir hinn hálfíslenski Fredrik Kristján Jónsson Ferrier, sem vekur athygli í breska raunveru- leikaþættinum Made in Chelsea, en hann fékk nýverið að vita að þættirnir verða aftur á dagskrá í haust. „Við byrjum að skjóta næstu seríu í lok júlí. Það verða nýir karakterar kynntir til sögunn- ar og ég held að það verði meiri dramatík núna,“ segir Fredrik en fyrsta sería þáttanna fór mjög vel af stað og um hálf milljón Breta fylgdist með Fredrik og félögum þegar mest lét. „Við vissum að þátturinn fór vel af stað en bjuggumst alls ekki við þessum viðtökum,“ segir Fredrik sem þessa dagana slakar á í sum- arfríi og ætlar að kíkja til Íslands einhverja daga í júlí. Raunveruleikaþættirnir varpa ljósi á líf ungs fólk í Chelsea- hverfi Lundúnaborgar en þar eru hraðskreiðir bílar, kampavín og dramatík hluti af hverdagsleik- anum. Faðir Fredriks er íslensk- ur og móðir hans ensk og Fredrik ber sterkar taugar til landsins. Meðal annars hefur hann klæðst íslenskri hönnun í sjónvarpinu og vill gera meira af því í næstu seríu. „Mér finnst íslensk tíska mjög flott og Íslendingar almennt með mjög flottan fatastíl. Systir mín, sem býr á Íslandi, sendi mér nokkra boli frá íslenska merkinu Forynju fyrr í sumar og ég hef verið í þeim í þáttunum og hafa þeir vakið athygli. Einnig gaf hún með bol með áletruninni „Ég tala ekki íslensku“ sem mér finnst mjög flottur.“ Fredrik hefur ekki hugsað sér að leiðast út í leiklistina í kjöl- far þáttanna. Hann ætlar að nýta frægðina í Bretlandi til að koma tónlist sinni á framfæri. Fredrik spilar á píanó og leikur allt frá rómantískum ballöðum til klass- ískra tónverka. „Milli þess sem ég slaka á í sumarfríi nýti ég tímann til að glamra á píanóið og æfa mig. Ég hef spilað nokkrum sinnum í þátt- unum og hlotið hrós frá áhorfend- um fyrir,“ segir Fredrik en hægt er að fylgjast með ferðum hans á samskiptasíðunni Twitter. Slóðin er twitter.com/#!/FredrikFerrier. alfrun@frettabladid.is Fredrik elskar íslenska hönnun TALAR EKKI ÍSLENSKU Hinn hálf íslenski Fredrik Ferrier, til vinstri, er með í raunveruleikaþáttunum Made in Chelsea sem slegið hafa í gegn í bresku sjónvarpi. Hann er hrifinn af íslenskri hönnun og vill gjarnan klæðast íslenskum fatnaði í þáttunum. 70% ALLT AÐ AFSLÁTTUR Útsalan er hafin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.