Fréttablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 51
FÖSTUDAGUR 1. júlí 2011 39 Opna Örninn Golfverslun/Cleveland - Srixon mótið Texas Skramble 2. júlí Golfklúbbur Selfoss. Skráning á golf.is Golfklúbbur Selfoss Sími 482-3335 Email: gos@heima.is ÍS LE N SK A /S IA .I S /N AT 4 94 43 0 2/ 10 NÁTTÚRULEGA FÓTBOLTI Breskir miðlar greindu frá því í gær að Manchester City væri við það að festa kaup á þeim Samir Nasri og Geal Clichy frá Arsenal. Mörg félög hafa áhuga á Nasri sem fór á kostum með Arsenal síðasta vetur. Samningur Nasri við Arsenal rennur út næsta sumar. Ef hann vill ekki skrifa undir nýjan samning getur Ars- enal lítið annað en selt hann í sumar. Það yrði mikið högg fyrir Ars- enal að missa þessa tvo leikmenn og þá sérstaklega Nasri. Svo segja fjölmiðlar að Cesc Fabregas sé á leið til Barcelona eftir allt saman. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, þarf því að fylla stór skörð gangi þessar sölur eftir. - hbg Arsenal að missa menn? Nasri og Clichy á leið til City? SAMIR NASRI Var í aðalhlutverki hjá Arsenal síðasta vetur. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Eucharia Uche, þjálf- ari kvennalandsliðs Nígeríu í fótbolta, gæti átt yfir höfði sér háa sekt og jafnvel keppnis- bann vegna ummæla hennar um lesbískar fótboltakonur á HM í fótbolta. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, mun bregðast við ummæl- um þjálfarans á allra næstu dögum en Uche sagði á fundi með fréttamönnum að allt væri rangt við það að vera samkynhneigður. Tatjana Haenni, talsmaður FIFA, segir við AFP fréttastof- una að FIFA muni bregðast við ummælum þjálfarans. Uche hefur vakið athygli fjölmiðla á þeirri staðreynd að frá því hún tók við liðinu árið 2009 hafi hún ekki valið lesbíur í sitt lið. „Lesbískir leikmenn hafa verið stórt vandamál í okkar liði,“ sagði Uche meðal annars en Nígería tapaði 1-0 gegn Frökkum í fyrsta leiknum á HM. - seth Landsliðsþjálfari Nígeríu: Ekki hrifin af lesbíum FÓTBOLTI „Þetta var alls ekkert sér- stakur leikur hjá okkur en það er stundum gott að vinna án þess að spila vel,“ sagði Rúnar Kristins- son, þjálfari KR, við Fréttablaðið eftir leikinn. KR-ingar lentu undir snemma í leiknum en þeir létu það ekki á sig fá og voru yfir, 2-1, áður en fyrri hálfleikur var allur. Þrátt fyrir nokkra yfirburði í síðari hálfleik tókst KR aðeins að bæta við einu marki áður en yfir lauk. Góður sigur engu að síður staðreynd og þarf mikið til að liðið komist ekki áfram í næstu umferð. „Færeyingarnir mættu grimm- ir til leiks eins og við bjuggumst við. Við vorum svolítið værukær- ir og töpuðum boltanum illa oft á tíðum. Vörnin var sem betur fer á tánum þannig að það var ekki beint mikið að gera hjá Hannesi í markinu,“ sagði Rúnar, en var van- mat hjá hans liði í ljósi þess að fær- eyska liðið er í næstneðsta sæti í færeysku deildinni? „Nei, ég vil ekki meina það. Við fórum vel yfir alla þá hluti. Maður verður samt stundum værukær þegar maður mætir liði sem maður telur fyrirfram að maður eigi að vinna. Við töldum okkur vera sterkari.“ Rúnar vill ekki lýsa því yfir að KR sé komið áfram þó svo staða liðsins sé augljóslega góð. „Það má kannski segja að við séum komnir með annan fótinn og tvær tær í viðbót í næstu umferð. Þeir þurfa að vinna okkur 3-0 á okkar heimavelli og það er ekki auðvelt. Það má samt aldrei gleyma því að menn verða að hafa fyrir hlut- unum. Svo getur allt gerst í fót- bolta. Við gætum lent í því að fá rautt spjald í byrjun leiks og það er hættulegt. Ég er samt nokkuð bjartsýnn.“ - hbg KR í góðri stöðu í Evrópudeild UEFA eftir 1-3 sigur gegn ÍF Fuglafirði í Færeyjum: Komnir inn með annan fótinn ALLT LOKAÐ Færeyingarnir komust sjaldan fram hjá Grétari Sigfinni og félögum í vörn KR. MYND/JENS KRISTIAN VANG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.