Fréttablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 40
1. júlí 2011 FÖSTUDAGUR28 BAKÞANKAR Brynhildar Björnsdóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Þú ert alveg mölvaður Ívar! Farðu heim! Nei nei... ég er góð- vurrr! Ekki láta mig missa þolinmæð- ina Ívar! Nóttin er unghh! Og nú æktla éch að... .... að DANSCHA! Vá hvað þetta var neyðarlegt! Mér var bara hent út eins og gólftusku! Rólegur, ég bjargaði lífi þínu þarna í gær! Ég veit! Þú ert orðinn svo stór Stanislav! Og þá meina ég risastór! Og sterkur! Úff! Vá! Þetta er í þriðja sinn sem mamma einhvers vinar míns káfar á mér. HVAÐ ER EIGINLEGA AÐ ÞÉR? Hresstu þig við Jóna. Lóa mun auðvitað faðma þig aftur. Þetta tekur tíma. Það er rétt. Mikilvægast er að vera ekki að pressa á hana. En ef þetta fer ekki að lagast þá fer mig að langa í annað barn. Nú skaltu fara að komast yfir þetta skeið! LÁRÉTT 2. samtök, 6. átt, 8. kæla, 9. farfa, 11. fyrir hönd, 12. þátttakandi, 14. gnægð, 16. tveir eins, 17. kk nafn, 18. frjó, 20. pfn., 21. sjá eftir. LÓÐRÉTT 1. gösla, 3. golf áhald, 4. tré, 5. skip, 7. endurbót, 10. málmur, 13. kvk. nafn, 15. ættgöfgi, 16. vafi, 19. kind. LAUSN LÁRÉTT: 2. stef, 6. sv, 8. ísa, 9. lit, 11. pr, 12. aðili, 14. gnótt, 16. ee, 17. ari, 18. fræ, 20. ég, 21. iðra. LÓÐRÉTT: 1. ösla, 3. tí, 4. espitré, 5. far, 7. viðgerð, 10. tin, 13. lóa, 15. tign, 16. efi, 19. ær. G íra ffi ra k si g í l yf tu í lo fti nu Maður sést misþyrma átta ára barni á hreyfimynd. Á myndinni er hægt að þekkja bæði mann og barn. Það er því miður ekki hægt á flestum þess konar myndum sem rekur á fjörur lögreglunnar, hvað þá að hægt sé að rekja viðkomandi einstaklinga til ákveðins heimilisfangs. Þegar hægt er að bera kennsl á mann, barn og athæfi á hreyfimyndum er líka hægt að sanna svo ekki sé um villst að glæpur hafi verið framinn og réttvísin hlýtur að ganga hreint til sinnar fyrstu skyldu: að vernda samfélagið. OFBELDI gegn barni er eitt alvarlegasta brot sem hægt er að fremja. Börn eru framtíðin og við sem samfélag verðum að vernda þau því annars er allt hitt unnið fyrir gýg. Við hljótum að vera sammála um að það er ekki boðlegt fyrir samfélagið að maður sem mis- þyrmir börnum gangi laus. EN því miður eru ekki alltaf til sönn- unargögn. Stundum er bara orð gegn orði. Þá þarf barn í yfir- heyrslum að segja aftur og aftur alveg eins frá atburðum sem vekja því skelfingu eða ógeð til að það teljist nægileg sönnun þess að atburðirnir hafi átt sér stað. Annars virð- ist alltaf vera hægt að ganga út frá því sem vísu að barnið sé að ljúga. Þess vegna er gott að finna myndræn sönn- unargögn þó að myndefnið misbjóði þeim sem það sjá og af því heyra. Hreyfimyndin sýnir það sem gerðist og maðurinn í mynd- inni er sá sem gerði það. EN hvers virði eru myndir ef sá sem sker úr um réttmæti þeirra telur þær ekki nóg? Þegar fulltrúi réttvísinnar ákveður, að því er virðist upp á sitt eindæmi, að myndupp- tökur af misþyrmingum á barni séu ekki nægileg sönnun þess að maðurinn í mynd- inni sé hættulegur barninu og öðrum börn- um og að hagsmunir hans séu meira virði en hagsmunir barna, sem eru sjálfkrafa hagsmunir okkar? BÖRNUM er kennt að snúa sér til lögg- unnar og kennaranna sinna þegar eitthvað bjátar á. En þegar löggan bregst, hver á þá að vernda börn gegn manninum á mynd- inni? Eða, eins og í öðru dæmi úr fréttum vikunnar: þegar eineltið og misþyrming- arnar í skólanum eru framin af kennurun- um, hvert geta nemendur þá leitað? VIÐ verðum að passa börnin okkar, bera virðingu fyrir þeim, trúa þeim, hlusta á þau. Og ef einhver telur að barn sé sam- félaginu minna virði en frelsi mannsins í myndinni þá verðum við að segja og sýna að hann hafi rangt fyrir sér. Maðurinn í myndinni NÝ SENDING AF SEAFOLLY SUNDFÖTUM KOMIN Í VERSLANIR. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRA SKÚBB Meiri Vísir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.